„Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 7. apríl 2022 19:30 Glódís Perla, miðvörður íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir, sem spilaði sinn 100. landsleik í dag, var sátt með sigur á Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta. Íslensku stelpurnar opnuðu markareikninginn snemma leiks og lögðu jafnt og þétt inn á hann. Lokatölur 5-0. „Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum. Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
„Þessi leikur var flottur af okkar hálfu finnst mér. Við byrjuðum í smá brasi að ná að spila boltanum á milli okkar og finna taktinn í leiknum. En svo um leið og við skorum fyrsta markið þá fannst mér koma aðeins meiri ró í leikinn okkar og við förum að halda betur í boltann og skapa okkur meira. Við skorum þessi fimm mörk og klárum þennan leik sannfærandi,“ sagði Glódís á blaðamannafundi eftir leikinn. Glódís og Dagný Brynjarsdóttir spiluðu sinn 100. landsleik fyrir Ísland í dag. Glódís sagði það vera mikinn heiður að hafa verið svona lengi í liðinu og að fá traustið svona oft. „Það er ótrúlega gaman og ótrúlega mikill heiður að vera í þessu liði svona lengi og fengið tækifæri á að spila svona marga leiki og traustið svona oft. Ég er ótrúlega stolt af þessu og vonandi verða þeir mjög margir í viðbót,“ sagði Glódís. Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur á völlinn í dag eftir langa fjarveru en hún spilaði síðasta landsleik 1. desember 2020. Glódís sagði það vera ótrúlega gott að fá hana aftur inn. „Það er bara ótrúlega gott að fá hana aftur inn. Hún kemur inn í liðið með mikla reynslu og hún er frábær leikmaður og það er ótrúlega gaman að fylgjast með henni, hversu hart hún hefur lagt á sig til að vera komin svona hratt til baka.“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska liðsins spilaði fyrri hálfleikinn með fyrirliðaband sem var eins og Úkraínski fáninn til stuðnings Úkraínu. „Við erum allar á móti stríði. Það var ekki spurning að hún ætlaði að spila með þetta svo held ég að þetta hafi verið að detta af þannig hún gat ekki haldið áfram með það. Eins og ég segi við vorum allar á því að ef við gætum spilað með eitthvað svona til að sýna stuðning þá myndum við gera það.“ Næsti leikur er á þriðjudaginn á móti Tékklandi og dugir jafntefli til að tryggja sér farmiða á HM. „Framhaldið er leikur á þriðjudaginn á móti Tékklandi sem að við ætlum að vinna, auðvitað. Við verðum að sýna góða frammistöðu á móti Tékkum. Það var gott að koma úr þessum leik og að hafa unnið sannfærandi og koma inn í næsta leik með mikið sjálfstraust. Það verður allt öðruvísi leikur og við þurfum að endurstilla hausinn á milli leikja og vera klárar í hörkuleik. Meiri físík og örugglega hraðari leik en var í dag,“ sagði Glódís að lokum.
Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15 Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Enski boltinn Fleiri fréttir Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjá meira
Umfjöllun: Hvíta-Rússland - Ísland 0-5| Ísland með öruggan fimm marka sigur á Hvíta-Rússlandi Ísland mætti Hvíta-Rússlandi í undankeppni HM kvenna í fótbolta í dag. Leikurinn fór fram á Bojan Majic Stadium í Belgrad. Íslensku stelpurnar mættu öflugar til leiks og sigruðu 5-0. Með sigrinum fara þær á topp riðilsins og mæta Tékklandi næsta þriðjudag, þær þurfa jafntefli í þeim leik til þess að tryggja sér sæti á HM. 7. apríl 2022 15:15