Félagið er í eigu hins moldríka Sheikh Mansour frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og talið er að hann hafi sett mikið fjármagn inn í félagið með ólögmætum hætti. Ekki eru margir mánuðir síðan Vísir greindi frá því að Englandsmeistarar Man City ætti í stappi við ensku úrvalsdeildina.
Þó svo að Alþjóðaíþróttadómstóllinn hafi sýknað Man City af mögulegum brotum var rannsókn ensku úrvalsdeildarinnar hvergi nærri lokið. Der Spiegel er á sama máli og segir rannsóknina nú snúa að þremur atvikum aðallega.
- Pressa hefur verið sett á leikmenn undir lögaldri til að skrifa undir samninga við félagið. Fengu þeir og uppeldisfélög þeirra vel borgað við undirskriftina, eitthvað sem má ekki fyrr en leikmenn hafa náð ákveðnum aldri.
- Styrktaraðilar félagsins í Abu Dhabi hafa aðeins borgað brot af þeim upphæðum sem samið var um. Meirihlutinn hafi komið beint frá Sheikh Mansour sjálfum.
- Roberto Mancini þjálfaði liðið frá 2009 til 2013 er hann fékk sparkið. Talið er að samningur hans hafi verið borgaður upp í gegnum ýmis skúffufyrirtæki og þær upphæðir því ekki farið af reikningi félagsins.
Í grunninn má því segja að rannsóknin snúi enn að brotum Man City á fjárhagslegri háttvísi knattspyrnusambands Evrópu eða FFP reglugerðum UEFA.
The new @derspiegel piece says the PL investigation into MCFC, now into a fourth year, is focussing on these three specific things. Incendiary stuff. pic.twitter.com/2XCrZ3M139
— Nick Harris (@sportingintel) April 7, 2022
Der Spiegel hefur fjölda tölvupósta og samskipta milli aðila hjá Etihad og Manchester City til að mynda. Hvorki Man City eða enska úrvalsdeildin svaraði fyrirspurnum miðilsins.