Öflugt skólastarf - fyrir framtíðina Mjöll Matthíasdóttir skrifar 8. apríl 2022 11:01 Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ég er grunnskólakennari og stolt af því. Í ólgusjó síðustu missera hafa kennarar sýnt og sannað hvað í þeim býr. Ég er stolt af því að tilheyra kennarahópnum sem hefur haldið íslensku skólastarfi gangandi í heimsfaraldri. Með snarræði, sveigjanleika og lausnamiðuðum hugsunarhætti. Þetta er árangur sem vekur athygli víða um heim því þetta var ekki raunin í fjölmörgum löndum sem við berum okkur saman við. Vissulega hefur reynt á og verkefnið hefur ekki alltaf verið auðvelt. En kennarar hafa leyst það með hag nemenda að leiðarljósi. Skólastarf er í stöðugri framþróun og þarf að vera það. Því er mikilvægt að samfélagið hlúi að kennurum sínum og búi þeim góðar starfsaðstæður. Þar er verk að vinna. Kennarar eru að mennta fólk framtíðarinnar. Nemandi sem hefur grunnskólagöngu í haust mun væntanlega hefja starfsferil sinn á fimmta áratug aldarinnar! Hvernig sem heimurinn verður þá er eitt víst; Hann verður ekki eins og hann er í dag. Framtíð þjóðarinnar mun velta á því hvernig til tekst í skólastarfi næstu ára. Grunnskólakennarar velja forystusveit sína nú í maí. Ég hef ákveðið að gefa kost á mér í kjöri til formanns Félags grunnskólakennara. Ég þekki af eigin raun ólíkar aðstæður kennara í þéttbýli og dreifbýli. Ég hef setið í stjórn og samninganefnd FG og þekki vel til starfsemi Kennarasambandsins. Ég tel mikilvægt að aðildarfélög Kennarasambands Íslands starfi þétt saman - það er svo margt sem sameinar okkur. Þau sem kjörin verða til forystustarfa eiga að leita eftir víðtæku samráði og afla sér yfirsýnar um aðstæður og vilja félagsmanna. Fleiri kennarar þurfa að koma að stefnumótun fyrir félagið. Mikilvægt er að fjölbreyttur hópur bjóði fram krafta sína til trúnaðarstarfa fyrir félagið. Ég skora á kennara að hugleiða hvað þeir geta lagt að mörkum. Ég er tilbúin að leiða hópinn en sterkust erum við saman. Höfundur er grunnskólakennari í Þingeyjarskóla.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar