Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis vill að fjármálaráðherra víki Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. apríl 2022 18:31 Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaða. Einn höfunda Rannsóknarskýrslu Alþingis um fjármálahrunið telur að fjármálaráðherra þurfi að víkja vegna útboða á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Of mikill afsláttur hafi verið gefinn bæði í fyrra og nú og þá hafi komið fram of miklir vankantar til að honum sé treystandi. Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum. Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Guðrún Johnsen lektor við viðskiptaháskóla Kaupmannahafnar (CBS) og einn höfunda rannsóknarskýrslu Alþingis segir sölur á hlut ríkisins í Íslandsbanka afar misheppnaðar. „Þarna kemur á óvart að Bankasýslan hafi ákveðið að selja bankann til svokallaðra fagfjárfesta í stað þess að einskorða sig við stofnanafjárfesta. En stofnfjárfestar eru þeir sem geta stutt við bankann ef að illa fer og eru langtímafjárfestar eins og lífeyrissjóðir. En Bankasýslan opnar fyrir fagfjárfesta sem reynast svo, eftir að listi er birtur yfir þá, vera að megninu til minni fjárfestar sem kaupa niður í allt að milljón. Slíkir fjárfestar ættu ekki að njóta sérkjara eins og í þessu útboði heldur kaupa á markaði eins og allur annar almenningur,“ segir Guðrún. „Það er ekkert afrek að selja þessa hluti í bankanum á lægra verði en gengur og gerist á markaði heldur er það algjörlega viðbúið að það sé hægt að losa eignina með slíkum afslætti. Þannig að þegar á heildina er seljandinn að veita afslátt af eigninni þannig að eigandinn verður fyrir tjóni,“ segir Guðrún. Óviðunandi að veita afslátt Hún segir alveg óviðunandi að Íslandsbanki hafi verið seldur með afslætti bæði nú og í fyrra. „Það var algjör óþarfi að veita afslátt á hlut ríksins í bankanum. Það var lagt upp með það að selja með miklum hvelli í heimsfaraldri í fyrra og rökin voru þau að það ætti að ná upp markaðsverði sem að tókst þó að óþarflega mikill afsláttur hafi verið gefinn á þeim tíma sem ég varaði við. Þá var ljóst að Bankasýslan var á villigötum og sá ráðherra sem bar ábyrgð á Bankasýslunni. Og aftur er gefinn afsláttur sem er aftur algjör óþarfi,“ segir hún. Guðrún segir gagnrýni á að einhverjir starfsmenn og eigendur söluaðila hafi líka keypti í útboðinu réttmæta. Þá sé skiljanlegt að fólk sé reitt yfir því að faðir fjármálaráðherra hafi keypt í útboðinu. „Það er náttúrulega almenningur, ríkissjóður sem er að selja verðmæta eign sem hefur skapað ríkinu miklar tekjur á lægra verði en ástæða er til, það er náttúrulega grafalvarlegt og almenningur hlýtur þá að hafa heimtingu á því að þeir sem hafa haldið svona á spöðunum, ekki einu sinni heldur í tvígang, að þeir víki hreinlega. Ég get ekki séð að fjármálaráðherra sé treystandi til að selja eignir ríkisins á eðlilegu verði. Hann hlýtur að finna að almenningur treystir honum ekki eða óháðir fagmenn,“ segir hún. Guðrún segir kostnaðinn við útboðið einnig óeðlilegan en átta sölu- og ráðgjafafyrirtæki fá 700 milljónir króna fyrir sölu á bankanum í síðasta útboði. „Það er alvarlegt að skattborgarar og Íslendingar þurfi að sitja undir því ítrekað að eignir þeirra séu seldar á undirverði með þessum hætti. Það er verið að selja ríkiseigur og ef að það á að vanda til verka getur fylgt því kostnaður en hann er alltof hár. Bankasýslan hefur haft mikinn tíma til að vanda til verka við söluna og það var ekki gert,“ segir Guðrún að lokum.
Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Innlent Fleiri fréttir Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Sjá meira
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58
Segir föður sinn hafa keypt í trássi við sína ósk Fjármála- og efnahagsráðherra kveðst hafa beðið sitt nánasta fólk um að taka ekki þátt í útboðinu á Íslandsbanka á síðasta ári. Það hafi ekki hvarflað að sér að faðir sinn myndi samt gera það. 8. apríl 2022 12:31
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14