Mörgum spurningum ósvarað Bjarni Jónsson skrifar 9. apríl 2022 08:01 Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnunni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fjallar um tilkynningar og skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Aðrar þingnefndir njóta einnig atbeina embættisins á sínum fagsviðum. Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Hér er farið með verðmæti almennings og nauðsynlegt að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Það liggur fyrir hver stefna stjórnvalda við sölu á þessum eignarhlutum ríkisins er og það liggur sömuleiðis fyrir hver markmiðin voru sem ná átti með sölunni. Ástæða er til að vara við því að grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar alþingis. Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf. Þingmenn og þingnefndir hafa ítrekað kallað eftir úttektum og skýrslum undanfarin ár frá Ríkisendurskoðun um smærri og stærri mál og borið traust til Ríkisendurskoðunar og álita sem frá þeim hafa komið. Rannsókn Ríkisendurskoðunar útilokar ekki að hægt verði að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur ef til þess standa ríkar ástæður. Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Vinstri græn Bjarni Jónsson Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er gagnrýnivert hvernig Bankasýsla ríkisins hefur haldið á sölu hluta í Íslandsbanka og gagnsæi og upplýsingagjöf að hennar hálfu um framkvæmdina hefur verið ábótavant. Það er ljóst að fara verður ofan í saumanna á ferlinu. Trúverðugleiki Bankasýslu ríkisins hefur beðið hnekki og það myndi auðvelda stofnunni að endurheimta traust ef forstjóri og stjórn hennar myndu víkja. Ekki ætti að koma til álita að selja frekari hluti í Íslandsbanka fyrr en öll kurl eru komin til grafar um framkvæmdina, og hagsmunir almennings tryggðir ásamt þeirri umgjörð viðskiptasiðferðis sem ber að viðhafa við sölu ríkiseigna. Ríkisendurskoðandi starfar á vegum Alþingis. Hann er trúnaðarmaður þess og ábyrgur gagnvart því við endurskoðun og eftirlit með rekstri og fjármálum ríkisins. Stjórnskipunar og eftirlitsnefnd fjallar um tilkynningar og skýrslur frá Ríkisendurskoðun. Aðrar þingnefndir njóta einnig atbeina embættisins á sínum fagsviðum. Frá því ákveðið var að hefja sölu á eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka hafa stjórnvöld lagt þá skýru línu að allra mikilvægast væri að tryggja traust og gagnsæi. Þó að listinn hafi verið birtur er ljóst að mörgum spurningum er enn ósvarað um framkvæmd Bankasýslunnar á sölunni. Þess vegna er úttekt Ríkisendurskoðunar mikilvæg. Markmið hennar er að tryggja að þingið og almenningur allur fái svarað spurningum sínum og lagt verði mat á hvort unnið hafi verið samkvæmt lögum og heilbrigðum viðskiptaháttum. Hér er farið með verðmæti almennings og nauðsynlegt að framkvæmdin sé hafin yfir vafa. Það liggur fyrir hver stefna stjórnvalda við sölu á þessum eignarhlutum ríkisins er og það liggur sömuleiðis fyrir hver markmiðin voru sem ná átti með sölunni. Ástæða er til að vara við því að grafið sé undan stöðu og hlutverki Ríkisendurskoðunar sem sjálfstæðrar og óháðrar eftirlitsstofnunar alþingis. Fyrsta rökrétta skrefið nú í ljósi þess sem fyrir liggur, er úttekt Ríkisendurskoðunar og umfjöllun stjórnskipunar og eftirlitsnefndar á skýrslu embættisins. Ríkisendurskoðun hefur gegnt veigamiklu hlutverki fyrir löggjafann til að veita aðhald, til að greina og upplýsa mál fyrir þingið og hvernig þurfi að bregðast við með viðeigandi hætti ef niðurstaðan er á þann veg. Við þekkjum sannarlega að oft hefur þess orðið þörf. Þingmenn og þingnefndir hafa ítrekað kallað eftir úttektum og skýrslum undanfarin ár frá Ríkisendurskoðun um smærri og stærri mál og borið traust til Ríkisendurskoðunar og álita sem frá þeim hafa komið. Rannsókn Ríkisendurskoðunar útilokar ekki að hægt verði að undirbúa frekari úttektir á ferlinu á meðan vinnu stofnunarinnar stendur ef til þess standa ríkar ástæður. Ef að undangenginni úttekt Ríkisendurskoðunar kemur í ljós að þörf sé á að fara frekar ofan í saumanna á einstökum þáttum, þá vænti ég þess að það verði gert. Höfundur er þingmaður VG.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun