Leclerc á ráspól í Ástralíu Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 9. apríl 2022 10:16 Charles Leclerc EPA-EFE/JOEL CARRETT Ökuþórinn Charles Leclerc, sem ekur fyrir Ferrari, náði besta tímanum í tímatökunum fyrir ástralska kappaksturinn í Formúlu 1 sem fram fer í Melbourne á morgun, sunnudag. Leclerc tókst að komast fram fyrir heimsmeistarann ríkjandi, Max Verstappen, á síðasta hring sínum en Verstappen þurfti að gera sér annað sætið að góðu og ræsir því annar á eftir Leclerc. Nokkuð var um tafir í tímatökunni en Fernando Alonso lenti í árekstri sem gerði það að verkum að hreinsa þurfti brautina. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í þriðja sæti en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði einungis níunda sæti og átti erfitt uppdráttar. Lewis Hamilton hjá Mercedes varð fimmti. Efstu menn eftir tímatökuna: 1. Charles Leclerc, Ferrari 1:17.868 2. Max Verstappen, Red Bull 1:18.154 3. Sergio Perez, Red Bull 1:18.240 4. Lando Norris, McLaren 1:18.703 5. Lewis Hamilton, Mercedes 1:18.825 Pole position #2 of 2022 for @Charles_Leclerc! #AusGP #F1 pic.twitter.com/rvhsAdaLoC— Formula 1 (@F1) April 9, 2022 Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Leclerc tókst að komast fram fyrir heimsmeistarann ríkjandi, Max Verstappen, á síðasta hring sínum en Verstappen þurfti að gera sér annað sætið að góðu og ræsir því annar á eftir Leclerc. Nokkuð var um tafir í tímatökunni en Fernando Alonso lenti í árekstri sem gerði það að verkum að hreinsa þurfti brautina. Liðsfélagi Verstappen hjá Red Bull, Sergio Perez, varð í þriðja sæti en liðsfélagi Leclerc hjá Ferrari, Carlos Sainz, náði einungis níunda sæti og átti erfitt uppdráttar. Lewis Hamilton hjá Mercedes varð fimmti. Efstu menn eftir tímatökuna: 1. Charles Leclerc, Ferrari 1:17.868 2. Max Verstappen, Red Bull 1:18.154 3. Sergio Perez, Red Bull 1:18.240 4. Lando Norris, McLaren 1:18.703 5. Lewis Hamilton, Mercedes 1:18.825 Pole position #2 of 2022 for @Charles_Leclerc! #AusGP #F1 pic.twitter.com/rvhsAdaLoC— Formula 1 (@F1) April 9, 2022
Formúla Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira