Mótmæltu sölunni á Íslandsbanka: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna“ Vésteinn Örn Pétursson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2022 17:03 Sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til fagfjárfesta var mótmælt á Austurvelli í dag. Mótmælendur fara fram á að ríkisstjórnin í heild sinni segi af sér. Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks var saman kominn en skipuleggjendur skjóta á að um 600 manns hafi verið viðstaddir mótmælin. Ræður voru fluttar til að mótmæla því að „almannaeigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóðarinnar.“ Framsögumenn voru Þorvaldur Gylfason prófessor, Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Ásta Lóa Þórsdóttir úr Flokki fólksins og Gunnar Smári Egilsson úr Sósíalistaflokki Íslands. Spilling var algengt þema á skiltum mótmælenda.Þórdís Elín „Við erum að mótmæla sölunni á Íslandsbanka og hvernig að henni var staðið. Hverjir fengu að kaupa hlut,“ sagði Gunnar Smári í samtali við fréttastofu sem fór og fylgdist með mótmælunum. „Við erum að mótmæla spilltri ríkisstjórninni sem er vanhæf og leiðinleg,“ sagði Atli Gíslason, formaður ungra Sósíalista. Kristbjörg Eva Andersen Ramos, ungum Sósíalistum, bætti þá við: „Burt með ólígarkana, burt með spillinguna. Við viljum réttlátt samfélag.“ Blys voru tendruð á Austurvelli.Þórdís Elín Margir þeirra mótmælenda sem fréttastofa ræddi við settu söluna á Íslandsbanka nú í samhengi við efnahagshrunið 2008. „Þetta er alveg ferlegt að þetta sé í annað sinn á innan við tuttugu árum sem að bankarnir eru gefnir,“ sagði Páll Kristjánsson, einn mótmælendanna. Hans krafa var einföld: Að ríkisstjórnin segði af sér í heild, skilyrðislaust. Sjónarmið sem fleiri mótmælendur tóku undir. Gunnar Smári segist upplifa það að almenningi sé misboðið vegna málsins. „Honum er mjög misboðið enda er þetta eins og löðrungur. Fólk er enn að tala um löðrunginn á Óskarsverðlaunahátíðinni en þetta er miklu kröftugri löðrungur á miklu fleira fólk.“ Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins oft kenndur við Hamborgarabúlluna, var mættur á mótmælin.Þórdís Elín Það voru ekki bara tvífætlingar sem létu sjá sig á Austurvelli í dag.Þórdís Elín
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira