Vaktin: „Sannleikurinn mun sigra“ Fanndís Birna Logadóttir, Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 10. apríl 2022 22:34 Forseti Úkraínu segir að rússneskur áróður muni ekki sigra. Anadolu Agency via Getty Image Ríkissaksóknari Úkraínu segir að rúmlega tólf hundruð lík hafi fundist í nágrenni við Kænugarð eftir að Rússar drógu herlið sitt til baka. Þá eru Rússar grunaðir um að hafa framið rúmlega 5.600 stríðsglæpi í Úkraínu frá því að innrásin hófst. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í dag og í kvöld. Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Helstu vendingar: Aukinn þungi hefur færst í innrás Rússa í Donetsk-héraði og yfirvöld hafa hvatt íbúa til að yfirgefa héraðið, áður en það verður of seint. Úkraínski herinn segir bílalest á vegum rússneskra hersveita vera á ferðinni við Kharkív. Úkraínsk yfirvöld segja Rússa stefna á að ná Mariupol alfarið á sitt vald. Skotið var á skóla og íbúðir í Luhansk og Dnipro héruðum í morgun þar sem einn særðist. Yfirvöld í Luhansk segja níu lestir tilbúnar til að flytja fólk af svæðinu. Flugvöllur í Dnipro er gjöreyðilagður eftir flugskeytaárás Rússa. Ákveðið hefur verið að opna öruggar flóttaleiðir á níu stöðum í Úkraínu í dag, einna helst í austurhluta landsins. Rúmlega 4500 manns flúðu borgir Úkraínu í gær þegar tíu flóttaleiðir voru opnaðar. Boris Johnson forseti Bretlands og Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti funduðu í Kænugarði í gær. Selenskí er staðráðinn í því að beita diplómatískum lausnum og eiga friðarviðræður við Rússa, þrátt fyrir árásir á óbreytta borgara. Varnamálaráðuneyti Bretlands segir vísbendingar um að Rússar hafi notað óbreytta borgara sem mennska skildi og vísvitandi ráðist á þá. Enn ein fjöldagröfin hefur fundist í bænum Buzova við Kænugarð. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins segir að yfir 10 milljarðar evra hafi safnast fyrir úkraínska flóttamenn sem hluta af viðburðinum Stand Up for Ukraine. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Sjá meira