Frakkar færast nær því að velja sér forseta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2022 11:43 Hér má sjá kosningaáróður fyrir Le Pen og Macron, en talið er næsta öruggt að þau muni berjast um forsetastólinn í seinni umferð kosninganna eftir tvær vikur. Chesnot/Getty Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira
Fylgi Macrons forseta hefur dalað í könnunum að undanförnu, á meðan Le Pen virðist njóta aukins fylgis hjá kjósendum. Frambjóðendur eru tólf talsins. Í seinni umferðinni stendur val kjósenda, sem telja á kjörskrá 49 milljónir, á milli tveggja efstu frambjóðendanna úr fyrri umferðinni. Seinni umferðin fer þó aðeins fram ef enginn frambjóðandi hlýtur einfaldan meirihluta í þeim fyrri, en skoðanakannanir benda eindregið til þess að úrslitin ráðist ekki fyrr en í seinni umferðinni. Kosningabarátta forsetans hefur verið afar stutt. Hann hélt fyrsta framboðsfund sinn fyrir átta dögum, en hann hefur einblínt á erindrekstur í tengslum við stríðið í Úkraínu. Hann hefur meðal annars átt fjölda samtala við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, í því skyni að reyna að binda enda á átökin. Sú viðleitni forsetans skilaði honum tímabundinni fylgisaukningu í könnunum. Sú aukning er þó tekin að ganga til baka og Le Pen saxar á. Forsetakosningarnar 2017 fóru í seinni umferð, en þá voru það einmitt Macron og Le Pen sem kjósendur völdu á milli. Þá fór það svo að Macron vann nokkuð örugglega og fékk rúm 66 prósent atkvæða í seinni umferðinni. Nýlegar kannanir benda hins vegar til þess að mun minni munur sé á frambjóðendunum nú, og enn saxar Le Pen á forskot forsetans. Mýkri tónn í Le Pen Le Pen hefur breytt orðræðu sinni nokkuð frá forsetakosningunum 2017. Nú hefur hún dregið úr þjóðernishyggjublæ sem merkja mátti í orðræðu hennar og einbeitt sér meira að kjörum þeirra sem minnst hafa á milli handanna. Það ætlar hún meðal annars að gera með því að afnema tekjuskatt á fólk undir þrítugu. Hún er þó enn fylgjandi því að blása til þjóðaratkvæðagreiðslu um innflytjendamál, banna andlitsslæður (hijab) á almannafæri og vill ná fram róttækum breytingum á Evrópusambandinu. Þá hefur hún reynt að gera lítið úr tengslum sínum við Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Árið 2017 fór hún í heimsókn til hans og hefur talað vel um hann í gegnum tíðina. Flokkur hennar hefur þá fengið lán frá rússneskum stjórnvöldum sem ekki hefur verið greitt upp að fullu. Kjósendur virðast óánægðir með fjárútlát ríkisstjórnar Macrons, en nýlega kom í ljós að aukning hefði orðið í greiðslum á skattpeningum til ráðgjafafyrirtækja á borð við bandaríska fyrirtækið McKinsey. Það er ljóst að efnahagsmál koma til með að skipta sköpum í kosningunum. Þrátt fyrir að atvinnuleysi sé á niðurleið hefur verðbólga gert vart við sig og kaupmáttur fólks því dvínað, en frambjóðendur hafa að stórum hluta einbeitt sér að kosningaloforðum sem snúa að því að vænka fjárhag hins almenna kjósanda.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Sjá meira