Blása til mjög óhefðbundinna mótmæla í Hvalfirði Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 10. apríl 2022 23:00 Á morgun verður lendingaræfing bandarískra landgönguliða haldin í Hvalfirði. Myndin er tekin við undirbúning æfingar landgönguliða árið 2018. Vísir/Vilhelm Samtök hernaðarandstæðinga efna til „kræklingatínsluferðar“ í Hvalfirði á sama stað og sama tíma og bandarískir landgönguliðar æfa lendingar. Formaður samtakanna segir mikla tilviljun að tímasetning viðburðanna hittist svona á. „Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur. Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
„Kræklingur er herramannsfæða. Samtök hernaðarandstæðinga eru félagsskapur sem er umhugað um fjörunytjar og því hefur verið ákveðið að efla til kræklingatínsluferðar hernaðarandstæðinga í Hvalfirði mánudagsmorguninn 11. apríl næstkomandi. Reyndar hafa borist fregnir af því að bandarískir hermenn á æfingunni Norður-Víkingi hyggist æfa landgöngu á sama stað og á sama tíma,“ segir í yfirlýsingu frá samtökunum. Guttormur Þorsteinsson formaður Samtaka hernaðarandstæðinga segir hress í samtali við fréttastofu að skörun viðburðanna hafi komið honum algjörlega í opna skjöldu. Hann viðurkennir þó fljótlega að ásetningur hafi staðið til annars en kræklingatínslu, og útilokar ekki að hernaðarandstæðingar hafi skilti við hönd á morgun. Það megi svo sem alveg ganga svo langt að kalla viðburðinn mótmæli. „Við ætlum að fara í fyrramálið og kíkja þarna upp í Hvalfjörð. Það verður þarna á svipuðum stað og þessi æfing er plönuð, þannig að ætli við höfum ekki auga með henni líka,“ segir Guttormur glettinn og hvetur skipuleggjendur æfingarinnar til að snúa sér að tínslu sjávarfangs í stað heræfinga. Hann segir að umfangið velti væntanlega á lokunum Bandaríkjahers í Hvalfirðinum en veit ekki hversu margir munu koma til með að mæta. „Við grípum örugglega tækifærið og svona, reynum allavega að láta vita af því að við séum ekki hrifin af þessu,“ segir Guttormur.
Hernaður Öryggis- og varnarmál Kjósarhreppur Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Fleiri fréttir Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Sjá meira
Umfangsmikil varnaræfing við Íslandsstrendur í byrjun apríl Dagana 2. til 14. apríl næstkomandi fer varnaræfingin Norður-Víkingur 2022 fram á Íslandi og á hafinu í kringum landið. Megintilgangur æfingarinnar er að æfa varnir sjóleiða umhverfis Ísland og mikilvægra öryggisinnviða en einnig leit og björgun á sjó og landi. 22. mars 2022 23:23