„Hvernig afhendirðu lík fyrir mistök?“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:21 Bragi og Ásta segja lögregluna hafa staðið mjög illa að rannsókninni, sérstaklega að því að halda utan um fjölskylduna. Vísir Börn manns, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að bana móður þeirra og eiginkonu hans, segja lögreglu hafa mistekist að halda utan um fjölskylduna eftir að móðir þeirra lést. Þau hafa sent inn kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna rannsóknarinnar. Þann 28. mars 2020 barst Ástu Guðnýju Ragnarsdóttur símhringing frá föður hennar. Klukkan var þá að ganga sjö síðdegis og Ásta nýkomin úr kirkjugarði með fjölskyldunni sinni, þar sem þau voru að heimsækja leiði sonar hennar. „Ég heyri á honum að það sé eitthvað að. Ég segi við manninn minn að við þurfum að drífa okkur heim, við þurfum að fara í Sandgerði, það sé eitthvað að,“ segir Ásta Guðný í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Þórhildar Þorkels og Nadine Yaghi fyrrverandi fréttmanna. Drykkjuskapur hafi hafist í seinni tíð Í þættinum fjalla Þórhildur og Nadine um manndráp í Sandgerði, sem þær fjölluðu báðar um á sínum tíma. Málið komst fyrst í fréttir 6. apríl 2020 þegar greint var frá því að maðurinn, faðir Ástu, hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að grunur kviknaði að andlát sambýliskonu hans, Bjargar, hafi borið að með saknæmum hætti. Ásta og bróðir hennar Bragi Snær segja í hlaðvarpinu að barnæska þeirra hafi verið ósköp venjuleg. Foreldrar þeirra hafi verið góð við þau og þau hafi aldrei drukkið mikið fyrr en þau systkinin voru uppkomin. „Í seinni tíð byrjuðu þau að drekka og þá fór að halla verulega undan fæti. Þá voru þau að fá sér í glas tvö heima saman á kvöldin,“ segir Bragi. „Þegar pabbi drakk sagði hann aldrei orð. Hann þagði bara á meðan hún kannski ausaði einhverju yfir hann en hann sat og þagði.“ Systkinin segjast hafa haft orð á því við foreldra sína að þau hefðu áhyggjur af drykkjunni. Þrátt fyrir það hafi Ragnar og Björg reglulega passað barnabörnin, enn drykkjan hafi komið í bylgjum. Daginn sem Björg lést höfðu þau hjónin verið að drekka. „Við förum út í Sandgerði og hann tók á móti okkur og tilkynnti okkur það að mamma mín væri látin. Við förum strax, ég og maðurinn minn, að athuga lífsmörk og hringjum á neyðarlínuna,“ segir Ásta. „Mamma lá í sófanum, eins og hún hafi sofnað þar. Það var ekkert athugavert við neitt inni á heimilinu, bara allt eins og hafði verið þegar ég var þar nokkrum dögum áður í heimsókn.“ Höfðu verið saman frá fimmtán ára aldri Þegar málið var tekið fyrir af dómstólum bar lögreglumaður, sem kom fyrstur á vettvang þennan dag, vitni. Haft er eftir lögreglumanninum að Ragnar hafi hagað sér undarlega, þannig að hann tók eftir. Ragnar hafi verið órólegur, gengið um gólf og verið þögull. „Mamma er 53 ára þegar hún deyr og þau eru búin að vera saman síðan þau voru fimmtán ára. Það er mjög langur tími. Hann er að missa konu sem er búin að vera með honum alla ævi. Hann kann ekkert annað en að þau voru saman að gera allt saman. Mér fannst bara allt eðlilegt, hvernig hann var, hvernig hann hagaði sér og hvernig upplifun hans var,“ segir Ásta og Bragi tekur undir. Ragnar var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir andlát Bjargar, ekki fyrr en bráðabirgðarniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. „Þá hringir eldri bróðir okkar í mig og biður okkur að koma strax út í Sangerði. Ég og maðurinn minn förum og þá er bara lögreglubíll fyrir utan, rannsóknarlögreglumaður og svo segir hann við okkur að það er búið að handtaka pabba og hann ýjaði að því að hann hafi myrt mömmu. Ég náttúrulega trúði þessu ekki, bara grét, skildi ekki,“ segir Ásta. Hún segir að lögreglumaðurinn hafi þá beðið þau að koma á lögreglustöðina í smá spjall, sem þau hafi orðið við. Börnin ein heima í fimm tíma meðan þau voru yfirheyrð Ásta hafi haldið að á stöðinni yrði útskýrt fyrir þeim hvað gengi á, hvert framhaldið yrði og svo framvegis. „Það var ekki raunin. Við erum stúkuð af, öll inn í sitthvoru herberginu. Ég fæ ekki að vera með manninum mínum, nýbúin að heyra þessar hræðilegu fréttir. Þannig að ég er sett ein inn í herbergi nánast hágrátandi allan tíman,“ segir hún. „Mér leið hræðilega. Mér leið bara eins og ég hefði gert eitthvað af mér af því að það var enginn að tala við mig. Ég skil þá að þurfa að fara að rannsaka en verið pínu mannleg. Það er ekki allt vont fólk. Við verðum líka að passa upp á aðstandendur í málum, sérstaklega sem eru beggja vegna borðsins, sem við erum þarna. Það líða fimm klukkutímar frá því að ég er fyrir utan heimilið hjá foreldrum mínum, tala við rannsóknarlögreglumann og þar til ég kem heim til mín aftur.“ Hún segir að á meðan hafi börnin hennar verið ein heima og lögreglan hafi vitað af því. Börnin hennar voru þá þrettán, ellefu og þriggja ára gömul og eitt þeirra nýkomið úr hjartaaðgerð. Ásta veltir fyrir sér hvað lögreglan hefði gert hefði hún skilið þau eftir ein svona lengi af sjálfsdáðum. „Hefði þá ekki verið kölluð til barnaverndarnefnd? Hefði ég ekki verið kærð til barnaverndarnefndar?“ „Það er ekki eins og hann hafi verið að murka lífið úr henni“ Bragi segir að hann hafi fyrst heyrt af því að grunur væri um að faðir hans hafi haft aðkomu að andláti Bjargar þegar hann var sjálfur tekinn til skýrslutöku. Þá hafi þeim systkinum verið tjáð að áverkar hafi fundist innvortis sem bentu til þess. „Þetta er svo stórt hugtak. Mér datt ekkert í hug á þessum tímapunkti,“ segir Ásta. „Það var rannsóknarlögreglumaður í Keflavík sem sagði við mig í yfirheyrslu: Það er ekki eins og hann hafi verið að murka lífið úr henni. Ég gat ekki sagt neitt, það er ekki hægt að segja neitt við svona. “ „Þetta er alveg fáránlegt, að manneskja sem sinni svona starfi sýni enga nærgætni. Það er engin nærgætni við aðstandendur, sérstaklega beggja vegna borðsins,“ segir Ásta. „Það var bara komið fram við okkur eins og við værum glæpamenn.“ Þau segja lögregluna ekki hafa komið fram við þau systkini eins og þau væru aðstandendur hins látna. Þeim hafi til að mynda ekki verið tilkynnt dánarorsök Bjargar heldur heyrt hana í fréttum. „Við vorum öll saman, systkini og makar, þá heyrum við dánarorsökina. Þetta er svo fáránlegt. Það er ekkert til á Íslandi sem heldur utan um aðstandendur. Það skiptir ekki máli hvoru megin við borðið þú ert. Það er engin manneskja sem upplýsir aðstandendur hver eru næstu skref í málinu,“ segir Ásta. Afhentu líkið til útfararstofu fyrir mistök Þau segja þetta ekki einu mistökin sem lögreglan hafi gert við rannsókn málsins. Innan við viku eftir að móðir þeirra lést hafi þau fengið símhringingu frá útfararstofunni í Keflavík þar sem þeim hafi verið tilkynnt að líkið væri komið í hennar hendur og undirbúa þyrfti útförina. „Líkið er krufið og það er búið að kryfja það 1. apríl. Hann er handtekinn á miðvikudeginum. Á föstudeginum er hringt í okkur og við látin vita að útfararþjónustan í Keflvík sé komin með líkið. Þá fórum við á fund með þeim til að undirbúa jarðarförina,“ segir Bragi. „Svo er hringt í okkur nokkrum dögum seinna frá útfararþjónustunni og þá sagt að það sé ekki hægt að jarða í bráð því þau þurfi að senda líkið aftur til Reykjavíkur því það hafi verið afhent fyrir mistök. Hvernig afhendirðu lík fyrir mistök?“ Bragi segist þar að auki hafa fengið um það upplýsingar síðar meir að geyma þurfi lík, sem eigi að kryfja, öðruvísi en þau sem ekki þarf að kryfja. Þegar líkið hafi verið sent aftur til Reykjavíkur hafi það verið í venjulegri líkgeymslu í tæpa viku. „Þá er okkur tjáð að það sé sænskur réttarmeinafræðingur á leið til landsins. Svo er okkur tjáð það að þessi sænski réttarmeinafræðingur kom aldrei til landsins. Hann fékk ljósmyndir og skýrslu frá íslenska réttrmeinafræðingnum og byggði krufninguna sína á því.“ Var látinn laus vegna nýrra gagna en sakfelldur nokkrum vikum síðar Ragnar sat í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn í byrjun apríl 2020 fram í október sama ár. Hann var þá látinn laus eftir að Landsréttur úrskurðaði að í ljósi nýrra gagna væru ekki forsendur fyrir áframhaldandi varðhaldi. Það byggði á matsgerð dómkvaddra matsmanna sem töldu mögulegt að Björg hafi látist af völdum blöndunareitrunar klórdíasepoxíðs, lífefna þess og áfengis. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í janúar í fyrra, þremur mánuðum eftir að Ragnar var látinn laus, í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað Björgu. „Mér fannst fjórtán ár rosalegur dómur í ljósi þess að hann var látinn laus. Mér fannst það dálítið sérstakt. Að maður sem var látinn laus af því að það voru ekki til nægar sannanir samkvæmt Landsrétti fær svo fjórtán ár nokkrum vikum seinna. Ég set stórt spurningamerki við þetta,“ segir Ásta. Athygli vakti þegar dómur féll í málinu að börn þeirra Ragnars og Bjargar fóru ekki fram á miskabætur, sem er mjög óvenjulegt í manndrápsmálum. Ásta og Bragi segja hins vegar að þau hafi aldrei verið spurð hvort þau vildu leggja fram slíka kröfu. „Við vorum aldrei spurð. Það er bara eins og þeim sé alveg sama um okkur.“ Þau segjast óviss hvort þau trúi niðurstöðu dómstólanna eða hvort þau trúi því að pabbi þeirra sé saklaus. Pabbi þeirra hafi strax sagt þeim að hann myndi ekkert eftir kvöldinu og deginum sem Björg lést. Þau séu þó í samskiptum við hann, heimsæki hann á Litla Hraun og tali við hann í gegn um netið. „Það er rosa misjafnt, það er mikill dagamunur. Þetta er pabbi minn og ég sakna hans og ég elska hann ennþá en þetta er ótrúlega erfitt.“ Manndráp í Sandgerði Eftirmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Þann 28. mars 2020 barst Ástu Guðnýju Ragnarsdóttur símhringing frá föður hennar. Klukkan var þá að ganga sjö síðdegis og Ásta nýkomin úr kirkjugarði með fjölskyldunni sinni, þar sem þau voru að heimsækja leiði sonar hennar. „Ég heyri á honum að það sé eitthvað að. Ég segi við manninn minn að við þurfum að drífa okkur heim, við þurfum að fara í Sandgerði, það sé eitthvað að,“ segir Ásta Guðný í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Þórhildar Þorkels og Nadine Yaghi fyrrverandi fréttmanna. Drykkjuskapur hafi hafist í seinni tíð Í þættinum fjalla Þórhildur og Nadine um manndráp í Sandgerði, sem þær fjölluðu báðar um á sínum tíma. Málið komst fyrst í fréttir 6. apríl 2020 þegar greint var frá því að maðurinn, faðir Ástu, hafi verið úrskurðaður í gæsluvarðhald eftir að grunur kviknaði að andlát sambýliskonu hans, Bjargar, hafi borið að með saknæmum hætti. Ásta og bróðir hennar Bragi Snær segja í hlaðvarpinu að barnæska þeirra hafi verið ósköp venjuleg. Foreldrar þeirra hafi verið góð við þau og þau hafi aldrei drukkið mikið fyrr en þau systkinin voru uppkomin. „Í seinni tíð byrjuðu þau að drekka og þá fór að halla verulega undan fæti. Þá voru þau að fá sér í glas tvö heima saman á kvöldin,“ segir Bragi. „Þegar pabbi drakk sagði hann aldrei orð. Hann þagði bara á meðan hún kannski ausaði einhverju yfir hann en hann sat og þagði.“ Systkinin segjast hafa haft orð á því við foreldra sína að þau hefðu áhyggjur af drykkjunni. Þrátt fyrir það hafi Ragnar og Björg reglulega passað barnabörnin, enn drykkjan hafi komið í bylgjum. Daginn sem Björg lést höfðu þau hjónin verið að drekka. „Við förum út í Sandgerði og hann tók á móti okkur og tilkynnti okkur það að mamma mín væri látin. Við förum strax, ég og maðurinn minn, að athuga lífsmörk og hringjum á neyðarlínuna,“ segir Ásta. „Mamma lá í sófanum, eins og hún hafi sofnað þar. Það var ekkert athugavert við neitt inni á heimilinu, bara allt eins og hafði verið þegar ég var þar nokkrum dögum áður í heimsókn.“ Höfðu verið saman frá fimmtán ára aldri Þegar málið var tekið fyrir af dómstólum bar lögreglumaður, sem kom fyrstur á vettvang þennan dag, vitni. Haft er eftir lögreglumanninum að Ragnar hafi hagað sér undarlega, þannig að hann tók eftir. Ragnar hafi verið órólegur, gengið um gólf og verið þögull. „Mamma er 53 ára þegar hún deyr og þau eru búin að vera saman síðan þau voru fimmtán ára. Það er mjög langur tími. Hann er að missa konu sem er búin að vera með honum alla ævi. Hann kann ekkert annað en að þau voru saman að gera allt saman. Mér fannst bara allt eðlilegt, hvernig hann var, hvernig hann hagaði sér og hvernig upplifun hans var,“ segir Ásta og Bragi tekur undir. Ragnar var ekki handtekinn fyrr en fjórum dögum eftir andlát Bjargar, ekki fyrr en bráðabirgðarniðurstaða réttarkrufningar lá fyrir. „Þá hringir eldri bróðir okkar í mig og biður okkur að koma strax út í Sangerði. Ég og maðurinn minn förum og þá er bara lögreglubíll fyrir utan, rannsóknarlögreglumaður og svo segir hann við okkur að það er búið að handtaka pabba og hann ýjaði að því að hann hafi myrt mömmu. Ég náttúrulega trúði þessu ekki, bara grét, skildi ekki,“ segir Ásta. Hún segir að lögreglumaðurinn hafi þá beðið þau að koma á lögreglustöðina í smá spjall, sem þau hafi orðið við. Börnin ein heima í fimm tíma meðan þau voru yfirheyrð Ásta hafi haldið að á stöðinni yrði útskýrt fyrir þeim hvað gengi á, hvert framhaldið yrði og svo framvegis. „Það var ekki raunin. Við erum stúkuð af, öll inn í sitthvoru herberginu. Ég fæ ekki að vera með manninum mínum, nýbúin að heyra þessar hræðilegu fréttir. Þannig að ég er sett ein inn í herbergi nánast hágrátandi allan tíman,“ segir hún. „Mér leið hræðilega. Mér leið bara eins og ég hefði gert eitthvað af mér af því að það var enginn að tala við mig. Ég skil þá að þurfa að fara að rannsaka en verið pínu mannleg. Það er ekki allt vont fólk. Við verðum líka að passa upp á aðstandendur í málum, sérstaklega sem eru beggja vegna borðsins, sem við erum þarna. Það líða fimm klukkutímar frá því að ég er fyrir utan heimilið hjá foreldrum mínum, tala við rannsóknarlögreglumann og þar til ég kem heim til mín aftur.“ Hún segir að á meðan hafi börnin hennar verið ein heima og lögreglan hafi vitað af því. Börnin hennar voru þá þrettán, ellefu og þriggja ára gömul og eitt þeirra nýkomið úr hjartaaðgerð. Ásta veltir fyrir sér hvað lögreglan hefði gert hefði hún skilið þau eftir ein svona lengi af sjálfsdáðum. „Hefði þá ekki verið kölluð til barnaverndarnefnd? Hefði ég ekki verið kærð til barnaverndarnefndar?“ „Það er ekki eins og hann hafi verið að murka lífið úr henni“ Bragi segir að hann hafi fyrst heyrt af því að grunur væri um að faðir hans hafi haft aðkomu að andláti Bjargar þegar hann var sjálfur tekinn til skýrslutöku. Þá hafi þeim systkinum verið tjáð að áverkar hafi fundist innvortis sem bentu til þess. „Þetta er svo stórt hugtak. Mér datt ekkert í hug á þessum tímapunkti,“ segir Ásta. „Það var rannsóknarlögreglumaður í Keflavík sem sagði við mig í yfirheyrslu: Það er ekki eins og hann hafi verið að murka lífið úr henni. Ég gat ekki sagt neitt, það er ekki hægt að segja neitt við svona. “ „Þetta er alveg fáránlegt, að manneskja sem sinni svona starfi sýni enga nærgætni. Það er engin nærgætni við aðstandendur, sérstaklega beggja vegna borðsins,“ segir Ásta. „Það var bara komið fram við okkur eins og við værum glæpamenn.“ Þau segja lögregluna ekki hafa komið fram við þau systkini eins og þau væru aðstandendur hins látna. Þeim hafi til að mynda ekki verið tilkynnt dánarorsök Bjargar heldur heyrt hana í fréttum. „Við vorum öll saman, systkini og makar, þá heyrum við dánarorsökina. Þetta er svo fáránlegt. Það er ekkert til á Íslandi sem heldur utan um aðstandendur. Það skiptir ekki máli hvoru megin við borðið þú ert. Það er engin manneskja sem upplýsir aðstandendur hver eru næstu skref í málinu,“ segir Ásta. Afhentu líkið til útfararstofu fyrir mistök Þau segja þetta ekki einu mistökin sem lögreglan hafi gert við rannsókn málsins. Innan við viku eftir að móðir þeirra lést hafi þau fengið símhringingu frá útfararstofunni í Keflavík þar sem þeim hafi verið tilkynnt að líkið væri komið í hennar hendur og undirbúa þyrfti útförina. „Líkið er krufið og það er búið að kryfja það 1. apríl. Hann er handtekinn á miðvikudeginum. Á föstudeginum er hringt í okkur og við látin vita að útfararþjónustan í Keflvík sé komin með líkið. Þá fórum við á fund með þeim til að undirbúa jarðarförina,“ segir Bragi. „Svo er hringt í okkur nokkrum dögum seinna frá útfararþjónustunni og þá sagt að það sé ekki hægt að jarða í bráð því þau þurfi að senda líkið aftur til Reykjavíkur því það hafi verið afhent fyrir mistök. Hvernig afhendirðu lík fyrir mistök?“ Bragi segist þar að auki hafa fengið um það upplýsingar síðar meir að geyma þurfi lík, sem eigi að kryfja, öðruvísi en þau sem ekki þarf að kryfja. Þegar líkið hafi verið sent aftur til Reykjavíkur hafi það verið í venjulegri líkgeymslu í tæpa viku. „Þá er okkur tjáð að það sé sænskur réttarmeinafræðingur á leið til landsins. Svo er okkur tjáð það að þessi sænski réttarmeinafræðingur kom aldrei til landsins. Hann fékk ljósmyndir og skýrslu frá íslenska réttrmeinafræðingnum og byggði krufninguna sína á því.“ Var látinn laus vegna nýrra gagna en sakfelldur nokkrum vikum síðar Ragnar sat í gæsluvarðhaldi frá því að hann var handtekinn í byrjun apríl 2020 fram í október sama ár. Hann var þá látinn laus eftir að Landsréttur úrskurðaði að í ljósi nýrra gagna væru ekki forsendur fyrir áframhaldandi varðhaldi. Það byggði á matsgerð dómkvaddra matsmanna sem töldu mögulegt að Björg hafi látist af völdum blöndunareitrunar klórdíasepoxíðs, lífefna þess og áfengis. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi manninn í janúar í fyrra, þremur mánuðum eftir að Ragnar var látinn laus, í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa banað Björgu. „Mér fannst fjórtán ár rosalegur dómur í ljósi þess að hann var látinn laus. Mér fannst það dálítið sérstakt. Að maður sem var látinn laus af því að það voru ekki til nægar sannanir samkvæmt Landsrétti fær svo fjórtán ár nokkrum vikum seinna. Ég set stórt spurningamerki við þetta,“ segir Ásta. Athygli vakti þegar dómur féll í málinu að börn þeirra Ragnars og Bjargar fóru ekki fram á miskabætur, sem er mjög óvenjulegt í manndrápsmálum. Ásta og Bragi segja hins vegar að þau hafi aldrei verið spurð hvort þau vildu leggja fram slíka kröfu. „Við vorum aldrei spurð. Það er bara eins og þeim sé alveg sama um okkur.“ Þau segjast óviss hvort þau trúi niðurstöðu dómstólanna eða hvort þau trúi því að pabbi þeirra sé saklaus. Pabbi þeirra hafi strax sagt þeim að hann myndi ekkert eftir kvöldinu og deginum sem Björg lést. Þau séu þó í samskiptum við hann, heimsæki hann á Litla Hraun og tali við hann í gegn um netið. „Það er rosa misjafnt, það er mikill dagamunur. Þetta er pabbi minn og ég sakna hans og ég elska hann ennþá en þetta er ótrúlega erfitt.“
Manndráp í Sandgerði Eftirmál Suðurnesjabær Tengdar fréttir Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51 „Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33 Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Kröfu um vanhæfni meðdómsmanns í morðmáli hafnað Hæstiréttur hefur hafnað kröfu verjanda mannsins, sem var dæmdur í 14 ára fangelsi í héraði fyrir að hafa banað eiginkonu sinni í Sandgerði í fyrra, um að sérfróður meðdómsmaður viki sæti í málinu fyrir Landsrétti. Verjandinn taldi tengsl meðdómsmannsins við þá sem hafa komið að dómi og rannsókn málsins, þar á meðal réttarmeinafræðingsins sem krufði konuna. 19. maí 2021 17:51
„Við þurfum ekkert að vita af hverju hún lést“ Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjaness telur að atlaga karlmanns á sextugsaldri að konu sinni hafi verið stórhættuleg og honum mátt vera ljóst að langlíklegast væri að hún myndi leiða til dauða. Karlmaðurinn var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í héraði þann 13. janúar fyrir manndráp á heimili þeirra hjóna í Sandgerði. 19. janúar 2021 16:33
Í gæsluvarðhald eftir að hafa verið dæmdur í fjórtán ára fangelsi Maðurinn sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í dag fyrir að bana eiginkonu sinni í Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm mánaða gæsluvarðhald. Hann hefur verið frjáls ferða sinna frá því í október þegar Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhald hans. Þá hafði hann verið í gæsluvarðhaldi frá apríl. 13. janúar 2021 18:46