Fjóla svarar ummælum Eddu: „Við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 11. apríl 2022 13:21 Edda og Fjóla stýrðu saman hlaðvarpinu Eigin konur en því samstarfi lauk svo skyndilega. Eigin konur Fjóla Sigurðardóttir, fyrrum meðstjórnandi Eddu Falak í hlaðvarpinu Eigin konur, birti færslu í dag á Twitter vegna ummæla Eddu í þættinum Aðalpersónur á Stöð 2. Fjóla og Edda stýrðu hlaðvarpinu Eigin konur saman til að byrja með en Edda stjórnar hlaðvarpinu ein í dag í samstarfi við Stundina. Líkt og fjallað var um hér á Lífinu á Vísi sagði Edda meðal annars í viðtali við Lóu Björk Björnsdóttur í þættinum Aðalpersónur: „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt.“ Hún hélt svo áfram, „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“ Fjóla segir að viðtalið hafi farið mikið fyrir brjóstið á sér. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu.“ Þetta viðtal fór virkilega mikið fyrir brjóstið á mér Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar @davidgodith - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu pic.twitter.com/nKupiqKHyb— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Hægt er að vera áskrifandi að þættinum Eigin konur og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur. Fjóla segir einnig á Twitter að Edda hafi hent þeim út af Patreon áskriftaraðgöngunum og yfirgefið sameiginlega spjallið þeirra. Við báðum bæði að Edda myndi borga okkur út. Svarið var það að okkur var hent út af öllum aðgöngum (m.a. Patreon sem innihélt allar tekjur) áður en uppgjör átti sér stað og Edda yfirgaf sameiginlegt spjall pic.twitter.com/92sNUC5oUt— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Í kjölfarið af viðbrögðum Fjólu fóru af stað umræður um Eddu Falak í athugasemdum við færslurnar. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðtali Lóu við Eddu í þættinum Aðalpersónur. Edda vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitast var eftir viðbrögðum vegna málsins. Hún sagði í viðtali við DV að ásakanirnar væru ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkæmt. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar.“ Davíð Goði skrifar einnig sjálfur um málið á Twitter. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk @fjolasigurdar er — Davíð Goði (@davidgodith) April 11, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30 Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur Sjá meira
Líkt og fjallað var um hér á Lífinu á Vísi sagði Edda meðal annars í viðtali við Lóu Björk Björnsdóttur í þættinum Aðalpersónur: „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt.“ Hún hélt svo áfram, „Það er framleiðslukostnaður, þú ert með fólk í vinnu við það að klippa þættina. Það er því tímakaup og allskonar kostnaður á bakvið þetta eins og búnaður og annað.“ Fjóla segir að viðtalið hafi farið mikið fyrir brjóstið á sér. „Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu.“ Þetta viðtal fór virkilega mikið fyrir brjóstið á mér Mars 2021 var fyrsti Eigin konu þátturinn - blóð, sviti og tár voru sett í þessa vinnu, frá okkur öllum ásamt framleiðslustjóranum okkar @davidgodith - áskriftir og sponsar - við Davíð höfum ekki séð krónu fyrir okkar vinnu pic.twitter.com/nKupiqKHyb— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Hægt er að vera áskrifandi að þættinum Eigin konur og spurði Lóa Eddu út í þá gagnrýni að hún væri að græða á því að vera með þætti eins og Eigin konur. Fjóla segir einnig á Twitter að Edda hafi hent þeim út af Patreon áskriftaraðgöngunum og yfirgefið sameiginlega spjallið þeirra. Við báðum bæði að Edda myndi borga okkur út. Svarið var það að okkur var hent út af öllum aðgöngum (m.a. Patreon sem innihélt allar tekjur) áður en uppgjör átti sér stað og Edda yfirgaf sameiginlegt spjall pic.twitter.com/92sNUC5oUt— Fjóla Sigurðardóttir (@fjolasigurdar) April 11, 2022 Í kjölfarið af viðbrögðum Fjólu fóru af stað umræður um Eddu Falak í athugasemdum við færslurnar. Hér fyrir neðan má sjá brot af viðtali Lóu við Eddu í þættinum Aðalpersónur. Edda vildi ekki tjá sig um málið við fréttastofu þegar leitast var eftir viðbrögðum vegna málsins. Hún sagði í viðtali við DV að ásakanirnar væru ósanngjarnar og ekki sannleikanum samkæmt. „Það er enginn ágreiningur um það að Fjóla og Davíð Goði eiga inni peninga hjá mér og það hefur aldrei staðið annað til að en að það verði gert upp. Hins vegar hafa þau hvorugt verið í sambandi við mig varðandi það uppgjör og því finnst mér þessar árásir á Twitter einkennilegar.“ Davíð Goði skrifar einnig sjálfur um málið á Twitter. „Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk Fjóla Sigurðar er.“ Umræðan um andlegt ofbeldi í íslenskum podköstum er að rifja upp margar minningar um síðasta ár. Og líka hversu ótrúlega sterk @fjolasigurdar er — Davíð Goði (@davidgodith) April 11, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir „Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30 Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur Sjá meira
„Mér finnst skrýtið að ætlast til þess að þú sért að vinna frítt“ Lóa Björk Björnsdóttir fór af stað stað með þættina Aðalpersónur á Stöð 2 og Stöð 2+ í síðustu viku. 8. apríl 2022 10:30
Edda Falak til liðs við Stundina Stundin og Edda Falak hafa tekið höndum saman og munu áskrifendur Stundarinnar framvegis hafa aðgang að hlaðvarpsþáttunum Eigin konum sem Edda heldur úti. 16. mars 2022 16:41