Geislavirkur ráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína Snorri Másson skrifar 11. apríl 2022 21:19 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra kominn nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega eftir að misbrestir komu í ljós við söluna á Íslandsbanka. Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“ Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur verið sögð gera of mikið mál úr bankasölunni en Kristrún segir þetta raunar ekki ánægjulegt mál til að vinna með í stjórnarandstöðu. „Þetta er alvarlegt mál fyrir trúverðugleika stjórnvalda, trúverðugleika bankakerfisins og þetta hefur bara mjög þung áhrif á samfélagið,“ segir Kristrún. Þegar séu þættir komnir fram sem varpi rýrð á ferlið, óháð því hver niðurstaða sérstakrar úttektar verði. Þar nefnir Kristrún þá staðreynd að miðlarar hafi líka verið kaupendur: „Það fer út fyrir öll eðlileg siðferðismörk í heilbrigðum viðskiptum.“ Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar fór hörðum orðum um framferði Bjarna Benediktssonar í tengslum við söluna á Íslandsbanka í Íslandi í dag.Vísir/Einar Kristrún nefnir einnig að erlendir sjóðir sem í síðasta útboði seldu sig hratt út úr bankanum eftir útboð hafi aftur fengið að kaupa í bankanum nú. Loks nefnir Kristrún einnig háan kostnað við útboðið sem hafi átt að vera lágkostnaðarútboð. Kristrún segir Bjarna bera fyrir sig að hann hafi raunar haft litla vitneskju um allt útboðið. „Staðreyndin er sú að fjármálaráðherra er í æðsta embætti þegar kemur að sölu þessarar eignar og á að sjá um að gæta hagsmuna almennings í þessu máli. Ef fjármálaráðherra er kominn á þann stað í íslenskri pólitík að hann þyki svo geislavirkur þegar kemur að sölu banka að hann megi ekki einu sinni koma að því að sjá hverjir kaupa án þess að hafa möguleg áhrif til spillingar, þá er það bara mjög alvarlegt mál,“ segir Kristrún. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fór þess sjálfur á leit við Ríkisendurskoðun að úttekt yrði gerð á sölunni á 22,5 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka. Nú hefur fjármálaeftirlitið einnig hafið rannsókn.Vísir/Vilhelm Minnsta skrefið sé að láta stjórnendur Bankasýslunnar víkja, sem hafi þó ekki verið gert. Á meðan veikist staða Bjarna að sögn Kristrúnar: „Á þessu stigi held ég að hann sé að komast nær því að þurfa að íhuga stöðu sína alvarlega vegna þess að það virðist ekki vera vilji til að viðurkenna augljósa misbresti.“ Næsti formaður? Í öðrum fréttum af Kristrúnu Frostadóttur er það að hún er nýkomin úr hringferð um landið og á þar samtals þrjátíu og sjö fundi að baki. Það er ekki laust við að sú spurning vakni í tengslum við þá ferð hvort Kristrún hafi í hyggju að sækjast eftir formannsembætti Samfylkingarinnar á landsfundi í haust. „Auðvitað er þetta eitthvað sem ég er að velta fyrir mér. Það hafa margir komið til mín og rætt þetta við mig en ég hef enga ákvörðun tekið í þessu máli. Það er aldrei hægt að útiloka neitt.“
Salan á Íslandsbanka Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17 Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Túlka megi orð Lilju sem svo að hún kalli eftir afsögn fjármálaráðherra Stjórnmálafræðiprófessor segir ekki hægt að túlka orð Lilju Alfreðsdóttur viðskiptaráðherra, um að hún hafi verið mótfallin þeirri leið sem farið var við sölu á hlut ríkisins til Íslandsbanka, öðruvísi en að sprungur séu komnar í samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Hann segir hægt að túlka orð Lilju á þá leið að hún kalli eftir afsögn Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra. 11. apríl 2022 18:17
Katrín kannast ekkert við andstöðu Lilju Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kannast ekki við að Lilja D. Alfreðsdóttir viðskiptaráðherra hafi viljað færa til bókar andstöðu sína við fyrirkomulag útboðs á hlutum í Íslandsbanka. 11. apríl 2022 16:51