Tiger Woods ætlar sér að spila á The Open Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. apríl 2022 18:00 Tiger Woods þakkar fyrir sig eftir Masters-mótið sem fram fór um helgina. Hann ætlar sér að vera með á The Open í júlí. Gregory Shamus/Getty Images Tiger Woods, einn besti kyflingur allra tíma, hefur staðfest að hann ætli sér að vera með á The Open-meistaramótinu í golfi sem fram fer á St. Andrews vellinum í júlí. Tiger ræddi um framtíðarplön sín eftir að hafa leikið fjóra hringi á Masters-mótinu um liðna helgi. Það var hans fyrsta mót eftir að hann lenti í bílslysi sem kostaði hann nánast lífið fyrir rúmu ári. Þessi 46 ára kylfingur hefur unnið The Open-meistaramótið í tvígang á St. Andrews vellinum, en Woods segir að völlurinn sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hlakka til að mæta á St. Andrews. Ég mun mæta,“ sagði Woods í samtali við Sky Sports eftir Masters-mótið. „Þetta er eitthvað sem er mér kært. Ég hef tvisvar unnið The Open-meistaramótið á þessum velli. Þetta er heimili golfsins.“ "It's my favorite golf course in the world ... I will be there for that one."@TigerWoods plans to play The Open in July.pic.twitter.com/Of3ewgFo1T— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2022 Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, en margir óttuðust að kylfingurinn myndi aldrei geta leikið golf á ný eftir bílslysið. Það kom því mörgum á óvart þegar Tiger ákvað að vera með á Masters-mótinu um helgina, enda var hann sjálfur ekki viss um hvort hann væri í nógu góðu formi til að ganga um hæðóttann Augusta National völlinn. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Á öðrum degi lék hann á 74 höggum og komst þar með í gegnum niðurskurðinn, en lék svo á 78 höggum báða síðustu dagana og endaði á 13 höggum yfir pari. Þrátt fyrir endurkomuna segist Tiger ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann taki þátt í öðru risamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer á Southern Hills vellinum eftir rúman mánuð. „Ég mun aldrei spila fulla dagskrá aftur. Þetta verða bara þessir stóru viðburðir,“ sagði Tiger að lokum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Opna breska Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Tiger ræddi um framtíðarplön sín eftir að hafa leikið fjóra hringi á Masters-mótinu um liðna helgi. Það var hans fyrsta mót eftir að hann lenti í bílslysi sem kostaði hann nánast lífið fyrir rúmu ári. Þessi 46 ára kylfingur hefur unnið The Open-meistaramótið í tvígang á St. Andrews vellinum, en Woods segir að völlurinn sé í miklu uppáhaldi hjá sér. „Ég hlakka til að mæta á St. Andrews. Ég mun mæta,“ sagði Woods í samtali við Sky Sports eftir Masters-mótið. „Þetta er eitthvað sem er mér kært. Ég hef tvisvar unnið The Open-meistaramótið á þessum velli. Þetta er heimili golfsins.“ "It's my favorite golf course in the world ... I will be there for that one."@TigerWoods plans to play The Open in July.pic.twitter.com/Of3ewgFo1T— PGA TOUR (@PGATOUR) April 10, 2022 Tiger hefur unnið 15 risamót á ferlinum, en margir óttuðust að kylfingurinn myndi aldrei geta leikið golf á ný eftir bílslysið. Það kom því mörgum á óvart þegar Tiger ákvað að vera með á Masters-mótinu um helgina, enda var hann sjálfur ekki viss um hvort hann væri í nógu góðu formi til að ganga um hæðóttann Augusta National völlinn. Tiger lék fyrsta hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari. Á öðrum degi lék hann á 74 höggum og komst þar með í gegnum niðurskurðinn, en lék svo á 78 höggum báða síðustu dagana og endaði á 13 höggum yfir pari. Þrátt fyrir endurkomuna segist Tiger ekki vera búinn að ákveða sig hvort hann taki þátt í öðru risamóti ársins, US PGA Championship, sem fram fer á Southern Hills vellinum eftir rúman mánuð. „Ég mun aldrei spila fulla dagskrá aftur. Þetta verða bara þessir stóru viðburðir,“ sagði Tiger að lokum. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Opna breska Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Fylgstu með þessum tíu á Masters Masters hefst í kvöld: Allra augu á Rory McIlroy McIlroy segist aldrei hafa verið í jafn góðum gír fyrir Masters „Ég get algjörlega unnið Masters-mótið“ Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi „Hugsaði að þetta myndi fá mig til að halda kjafti“ Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira