Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. apríl 2022 13:18 Rishi Sunak fjármálaráðherra og Boris Johnson forsætisráðherra eru meðal þeirra sem verða sektaðir. Getty/Dan Kitwood Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. „Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian. Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public. They must both resign.The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022 Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer. Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson. This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022 Tólf viðburðir til rannsóknar Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal. Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum. Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni. Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
„Forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann fengu í dag tilkynningu um að Lundúnalögreglan ætli að gefa út sektir gegn þeim. Við höfum ekki frekari upplýsingar en munum uppfæra ykkur þegar við höfum þær,“ sagði talsmaðurinn að því er kemur fram í frétt Guardian. Boris Johnson and Rishi Sunak have broken the law and repeatedly lied to the British public. They must both resign.The Conservatives are totally unfit to govern. Britain deserves better.— Keir Starmer (@Keir_Starmer) April 12, 2022 Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, segir bæði Johnson og Sunak hafa brotið lög og að þeir hafi ítrekað logið að almenningi. „Þeir verða báðir að segja af sér,“ segir Starmer. Þá hefur Ed Davey, formaður frjálslyndra Demókrata, farið fram á það að þingið komi aftur saman úr páskafríi svo hægt sé að leggja fram vantrauststillögu gegn Johnson. This is a government in crisis neglecting a country in crisis. Parliament must be recalled for a vote of No Confidence in the Prime Minister.— Ed Davey MP (@EdwardJDavey) April 12, 2022 Tólf viðburðir til rannsóknar Alls hefur lögregla gefið út ríflega 50 sektir vegna partýstands í Downingstræti í miðjum kórónuveirufaraldri þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Lögreglan hefur gefið það út að þeir muni ekki greina frá nöfnum þeirra sem verða sektaðir en ríkisstjórnin hafði lofað að greina frá því ef Johnson og Sunak væru þar á meðal. Til rannsóknar eru tólf viðburðir á árunum 2020 og 2021 en Johnson er sagður hafa verið viðstaddur sex þeirra. Meðal rannsóknargagna eru 300 ljósmyndir og 500 blaðsíður af gögnum. Að sögn talsmanns Downingstrætis hafa ráðherrarnir tveir ekki fengið upplýsingar um fyrir hvaða viðburði er verið að sekta þá fyrir að þessu sinni. Í bráðabirgðaskýrslu sem birt var í lok janúar sagði að það væri ljóst að einhver þessarar samkvæma hefðu aldrei átt að vera haldin og útlit væri fyrir að forsvarsmenn ráðuneytisins hafi lítið verið að huga að því sem breska þjóðin var að ganga í gegnum.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16 Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17 Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58 Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Sjá meira
Major sakar Johnson um óheiðarleika og aðför að lýðræðinu Boris Johnson braut sóttvarnalög, virðist ekki halda að reglurnar eigi við sig og hefur skapað vantraust á stjórnmálunum sem ógnar lýðræðislegri framtíð Bretlands. 10. febrúar 2022 12:16
Boris Johnson „ekki algjör trúður“ að mati nýs ráðgjafa hans Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er „ekki algjör trúður,“ ef marka má orð nýs samskiptastjóra hans sem tók við stöðunni á dögunum. 7. febrúar 2022 15:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54
Sætir harðri gagnrýni samflokksmanna en er hólpinn um sinn „Niðurstaðan var afdráttarlaus en ekki persónuleg, gagnrýnin hnitmiðuðu en almenn,“ segir Laura Kuenssberg, pólitískur ritstjóri BBC um svokallaða Gray-skýrslu, sem birt var í gær. 1. febrúar 2022 11:17
Segir „erfitt að réttlæta“ samkvæmin og að leiðtogar hafi brugðist Sue Gray, sem hefur haldið utan um rannsókn á tíðum samkvæmum að Downingstræti tíu, þar sem heimili og skrifstofa Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er til húsa, segir erfitt að réttlæta samkvæmin. Það sé sérstaklega erfitt í ljósi þeirra sóttvarnarreglna og samkomutakmarkana sem voru þá í gildi. 31. janúar 2022 14:58