Fyrir okkur og komandi kynslóðir Jóna Bjarnadóttir skrifar 17. apríl 2022 10:00 Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar