Fyrir okkur og komandi kynslóðir Jóna Bjarnadóttir skrifar 17. apríl 2022 10:00 Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar