Musk stefnt vegna tafa á tilkynningu um Twitter-kaup Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. apríl 2022 07:49 Elon Musk er ríkasti maður heims. AP Nokkrir fyrrverandi hluthafar í samfélagsmiðlinum Twitter hafa stefnt auðkýfingnum Elon Musk vegna tafa hans á að tilkynna um kaup hans á stórum hlut í fyrirtækinu. Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf. Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Líkt og sagt var frá á dögunum keypti Musk nýverið 9,2 prósent hlut í Twitter. Komið hefur á daginn að Musk sendi inn tilskylda tilkynningu um að hann hafi eignast meira en fimm prósent í fyrirtækinu eftir að lögbundinn frestur rann út. Samkvæmt tilkynningunni sem Musk sendi þegar greint var frá 9,2 prósent hlut hans í Twitter eignaðist Musk yfir fimm prósent hlut í samfélagsmiðlinum þann 14. mars síðastliðinn. Hann hefði því átt að senda tilkynninguna í síðasta lagi þann 24. mars. Í millitíðinni hélt Musk áfram að kaupa hlutabréf í Twitter þar sem meðalverð á hverju hlutabréfi í kaupunum var um 39 dollarar. Það var ekki fyrr en Musk var kominn með 9,2 prósent eignarhlut að hann sendi tilkynningu þar sem kaupin voru opinberuð, þann 4. apríl síðastliðinn. Við tilkynninguna tók hlutabréfaverð Twitter töluverðan kipp og fór á tímabili yfir fimmtíu dollara. Sérfræðingar hafa með það sem svo að Musk hafi hagnast um 156 milljónir dollara, um tuttugu milljarða króna, með því að tilkynna of seint um að hann hafi farið yfir fimm prósent eignarhlut, líkt og lög kveða á um. Telja að Musk hafi haft af þeim fé Þeir sem stefna Musk nú eru á meðal þeirra sem seldu hlutabréf í aðdraganda tilkynningu hans um kaupin á Twitter. Telja þeir að með því að tilkynna of seint um kaupin á Twitter hafi Musk getað keypt fleiri hlutabréf á lægra verði en ella. Með því hafi hann haft fjármuni af þeim sem stefna honum nú. Hópurinn vill að lögsóknin fá hópmálsóknarstöðu og að Musk greiði ótilgreindar bætur og miskabætur vegna málsins. Það er fyrrverandi hluthafinn Marc Rosella sem leiðir málsóknina. Sjálfur seldi hann 35 hluti í Twtter á tímabilinu 25. mars til 29. mars fyrir að meðaltali 39,23 dollara á hlut. Sem fyrr segir bar Musk að tilkynna um að hann hafi náð fimm prósent eignarhlut í Twitter þann 24. mars, degi áður en Rosella hóf að selja sín bréf.
Twitter Samfélagsmiðlar Bandaríkin Tengdar fréttir Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47 Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29 Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30 Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn samfélagsmiðlarisans Twitter. Parag Agrawal, framkvæmdastjóri Twitter, greindi frá þessu í dag, en Elon Musk varð á dögunum stærsti einstaki hluthafinn í Twitter eftir að hafa keypt 9,2 prósenta hlut. 11. apríl 2022 07:47
Mokgræddi með töfum á tilkynningu um Twitter-kaup Auðkýfingurinn Elon Musk virðist hafa mokgrætt á því að tefja það að senda inn tilkynningu um að hann hafi eignast stóran hlut í samfélagsmiðlinum Twitter. 7. apríl 2022 10:29
Elon Musk kaupir 9,2 prósenta hlut í Twitter Auðjöfurinn Elon Musk, ríkasti maður heims og eigandi SpaceX og Tesla, hefur keypt 9,2 prósenta hlut í samfélagsmiðlarisanum Twitter. 4. apríl 2022 11:30