„Ekki hægt að kalla neitt annað en einelti“ Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2022 21:17 Amelía Rose er gert út af Sea Trips. Sea Trips Varðskipið Þór stöðvaði í morgun skipið Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík, þegar það var að sigla með ferðamenn í hvalaskoðun. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu um borð í Amelíu Rose, tóku yfir stjórn skipsins og sigldu henni í land. Þegar þangað kom tóku lögreglumenn á móti farþegum og töldu upp úr skipinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins gera alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir yfirvalda og segja þetta í sjöunda sinn sem Ameliu Rose sé snúið við eftir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi tekið skipið yfir. Í sex önnur skipti hafi skipinu verið snúið við eftir símtal frá Gæslunni og til viðbótar hafi lögreglumenn mætt fimmtán sinnum þegar skipið leggst að bryggju til að telja farþega að undirlagi Samgöngustofu. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þrátt fyrir þetta neiti Samgöngustofa að breyta haffærniskírteini Amelíu Rose í samræmi við niðurstöðu dómsins. Mikilvægt að hafa réttar upplýsingar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en geti staðfest að Gæslan hafi ítrekað haft afskipti af sama farþegabát á undanförnum árum sem hafi margoft gefið upp rangan farþegafjölda til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hafi umrætt skip siglt með of marga farþega á svæði þar sem farþegaleyfi bátsins leyfir tólf farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Aðsend „Farþegafjöldinn hefur ítrekað verið margfaldur sá fjöldi. Landhelgisgæslan hefur margoft vísað bátnum til hafnar, meðal annars í þessari viku, þar sem lögregla hefur tekið á móti honum og talið farþegana um borð. Auk þess hefur Landhelgisgæslan óskað eftir að báturinn haldi sig innan þess svæðis, nær landi, sem raunverulegur farþegafjöldi leyfir,“ segir Ásgeir í skriflegu svari. Hann bætir við að Landhelgisgæslan líti það afar alvarlegum augum að áhafnir farþegaskipa gefi upp rangan farþegafjölda við upphaf ferðar. „Ef eitthvað hendir sjófarið miðast viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila við uppgefinn fjölda um borð. Það er því ógn við öryggi farþeganna um borð að gefa vísvitandi upp rangan farþegafjölda, sér í lagi ef tugum munar.“ Segja Samgöngustofu beita fyrirtækið einelti Forsvarsmenn Sea Trips telja sig hins vegar vera í fullum rétti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ segir í tilkynningu þeirra. Skipið sé búið innisætum fyrir 106 manns og björgunarbúnaði fyrir 125 manns en Samgöngustofa hafi ákvarðað sérstakt hafsvæði sem Amelía Rose verði að halda sig séu farþegar fleiri en tólf. „Þetta sérmerkta hafsvæði á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum, heldur var það markað af starfsfólki Samgöngustofu. Á meðan mega miklu minni bátar, sem ekki eru með sambærilegan öryggisbúnað, sigla með fleiri farþega mun lengra frá landi. Tap Sea Trips vegna þessara aðgerða nemur háum fjárhæðum, vel á annað hundrað milljónum króna.“ Allt hafi verið reynt til að finna lausn á málinu en nú sé staðið frammi fyrir því að framtíð fyrirtækisins og afkoma starfsfólks sé í hættu vegna „vegna óútskýrðrar og óútskýranlegrar mismununar af hálfu opinberra stofnana.“ „Við stöndum áfram á rétti okkar og áskiljum okkur rétt til að sækja bætur vegna þess skaða sem við höfum þegar orðið fyrir, og munum verða fyrir, ef Samgöngustofa lætur ekki af þessari mismunun.“ Sýknaður af ákæru Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp í apríl 2021 er skipstjóri fyrirtækisins sýknaður af ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Var sá ákærður fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum með því að hafa, í október 2019, verið við skipstjórn á farþegabáti Sea Trips á Faxaflóa með 55 farþega um borð í bátnum og siglt út fyrir leyfilegt farsvið miðað við farþegafjölda um borð. Einnig gaf hann upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæslunnar þegar lagt var úr höfn þegar uppgefinn fjöldi var ellefu farþegar. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Lögreglumál Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Forsvarsmenn fyrirtækisins gera alvarlegar athugasemdir við þessar aðgerðir yfirvalda og segja þetta í sjöunda sinn sem Ameliu Rose sé snúið við eftir að starfsmenn Landhelgisgæslunnar hafi tekið skipið yfir. Í sex önnur skipti hafi skipinu verið snúið við eftir símtal frá Gæslunni og til viðbótar hafi lögreglumenn mætt fimmtán sinnum þegar skipið leggst að bryggju til að telja farþega að undirlagi Samgöngustofu. „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þrátt fyrir þetta neiti Samgöngustofa að breyta haffærniskírteini Amelíu Rose í samræmi við niðurstöðu dómsins. Mikilvægt að hafa réttar upplýsingar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál en geti staðfest að Gæslan hafi ítrekað haft afskipti af sama farþegabát á undanförnum árum sem hafi margoft gefið upp rangan farþegafjölda til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Þá hafi umrætt skip siglt með of marga farþega á svæði þar sem farþegaleyfi bátsins leyfir tólf farþega. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.Aðsend „Farþegafjöldinn hefur ítrekað verið margfaldur sá fjöldi. Landhelgisgæslan hefur margoft vísað bátnum til hafnar, meðal annars í þessari viku, þar sem lögregla hefur tekið á móti honum og talið farþegana um borð. Auk þess hefur Landhelgisgæslan óskað eftir að báturinn haldi sig innan þess svæðis, nær landi, sem raunverulegur farþegafjöldi leyfir,“ segir Ásgeir í skriflegu svari. Hann bætir við að Landhelgisgæslan líti það afar alvarlegum augum að áhafnir farþegaskipa gefi upp rangan farþegafjölda við upphaf ferðar. „Ef eitthvað hendir sjófarið miðast viðbragðsgeta Landhelgisgæslunnar og annarra viðbragðsaðila við uppgefinn fjölda um borð. Það er því ógn við öryggi farþeganna um borð að gefa vísvitandi upp rangan farþegafjölda, sér í lagi ef tugum munar.“ Segja Samgöngustofu beita fyrirtækið einelti Forsvarsmenn Sea Trips telja sig hins vegar vera í fullum rétti. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ segir í tilkynningu þeirra. Skipið sé búið innisætum fyrir 106 manns og björgunarbúnaði fyrir 125 manns en Samgöngustofa hafi ákvarðað sérstakt hafsvæði sem Amelía Rose verði að halda sig séu farþegar fleiri en tólf. „Þetta sérmerkta hafsvæði á sér ekki stoð í lögum eða reglugerðum, heldur var það markað af starfsfólki Samgöngustofu. Á meðan mega miklu minni bátar, sem ekki eru með sambærilegan öryggisbúnað, sigla með fleiri farþega mun lengra frá landi. Tap Sea Trips vegna þessara aðgerða nemur háum fjárhæðum, vel á annað hundrað milljónum króna.“ Allt hafi verið reynt til að finna lausn á málinu en nú sé staðið frammi fyrir því að framtíð fyrirtækisins og afkoma starfsfólks sé í hættu vegna „vegna óútskýrðrar og óútskýranlegrar mismununar af hálfu opinberra stofnana.“ „Við stöndum áfram á rétti okkar og áskiljum okkur rétt til að sækja bætur vegna þess skaða sem við höfum þegar orðið fyrir, og munum verða fyrir, ef Samgöngustofa lætur ekki af þessari mismunun.“ Sýknaður af ákæru Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem var kveðinn upp í apríl 2021 er skipstjóri fyrirtækisins sýknaður af ákæru lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Var sá ákærður fyrir brot á lögum um eftirlit með skipum, reglugerð um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum og reglugerð um skráningu einstaklinga sem sigla með farþegaskipum með því að hafa, í október 2019, verið við skipstjórn á farþegabáti Sea Trips á Faxaflóa með 55 farþega um borð í bátnum og siglt út fyrir leyfilegt farsvið miðað við farþegafjölda um borð. Einnig gaf hann upp rangan fjölda farþega til Landhelgisgæslunnar þegar lagt var úr höfn þegar uppgefinn fjöldi var ellefu farþegar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Lögreglumál Landhelgisgæslan Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira