Muni ekki takast að svæfa bankamálið yfir páskana Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 21:56 Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Að minnsta kosti 34 af um 200 fjárfestum í nýafstöðnu útboði Íslandsbanka hafa minnkað eignarhlut sinn að hluta frá því að útboðinu lauk. Þar með hafa þeir leyst út töluverðan söluhagnað en flestir kaupendurnir eru þó enn hluthafar bankans. Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“ Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira
Enn er bankasalan harðlega gagnrýnd og nú síðast af Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, sem segir spillinguna vart gerast svæsnari. Skúrkar úr bankahruninu hafi komist bakdyramegin inn og fjöldi kaupenda hafi strax selt og grætt milljarða á einni nóttu. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra hafa ekki svarað ítrekuðum fyrirspurnum fjölmiðla síðustu daga. Athygli vakti þegar Lilja sagðist nýverið hafa verið mótfallin þeirri ákvörðun að selja hluti ríkisins í Íslandsbanka til valins hóps fjárfesta og að hún hafi komið þeim sjónarmiðum skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir erfitt að segja til um hvað sé í gangi á stjórnarheimilinu þessa dagana þar sem ráðherrar hafi ekki sýnt almenningi þá lágmarksvirðingu að mæta í viðtöl fjölmiðla. Geti ekki hummað málið fram af sér „Ég held að það sé ýmsum spurningum í þessu máli ósvarað og núna þurfum við að fá að vita hvers vegna Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson brugðust ekki við þessum viðvörunarorðum Lilju Alfreðsdóttur. Eins þurfum við að vita á hvaða vettvangi, hvenær og hvernig Lilja kom þessum viðvörunum á framfæri,“ sagði Jóhann Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Svo verður maður auðvitað að taka undir það að þessi lagalega og pólitíska ábyrgð liggur hjá Bjarna Benediktssyni. Það er hann sem til dæmis fór með þetta endanlega ákvörðunarvald um það að ganga að tilboðum og samþykkja söluna og virðist hafa gert það án þess að afla upplýsinga um tilboð og tilboðsgjafa. Það er vanræksla, það er bara mjög alvarlegt mál.“ Jóhann Páll telur að ráðherrar ríkisstjórnarinnar séu að misreikna sig og misskilji stöðuna ef þau haldi að þau geti hummað málið fram af sér yfir páskanna. „Við í stjórnarandstöðunni munum ekki linna látum fyrr en þetta mál er komið í farveg sem er til þess fallinn að endurheimta traust.“
Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Sjá meira