Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 09:50 David Wolfson hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhaldanna. AP/Twitter Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Fleiri fréttir „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54