Tekinn fyrir „ólöglegt brottkast“ í Sorpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 15:17 Eiríkur Jónsson er duglegur að plokka en kröfurnar nýju komu honum dálítið á óvart í vikunni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt. Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndað af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira