Tekinn fyrir „ólöglegt brottkast“ í Sorpu Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 15:17 Eiríkur Jónsson er duglegur að plokka en kröfurnar nýju komu honum dálítið á óvart í vikunni. Vísir/Vilhelm/Aðsend Maður var gripinn með svartan ruslapoka í Sorpu í gær. Þá þegar var hann látinn borga fimm hundruð króna „refsigjald“ og engu breytti þegar hann kvaðst ætla að taka pokann með sér heim aftur. Samskipta- og þróunarstjóri Sorpu segir málið einfalt. Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“ Sorpa Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Eiríkur Jónsson grunnskólakennari greinir frá því á Facebook síðu sinni að hann hafi verið „Tekinn fyrir ólöglegt brottkast.“ Hann segist sjaldan verða kjaftstopp en nú geti hann einfaldlega ekki setið á sér. „Ég er búinn að vera að „plokka“ kringum Bjarkarholtið undanfarna daga og skilað ruslinu samviskusamlega í Sorpu án vandræða. Hef notað sama svarta ruslapokan sem ég sturta svo úr og safna í á ný. Í dag brá hins vegar svo við að ég varð að borga 500 krónur í refsingu fyrir að koma með svartan poka inn á gámasvæðið,“ segir Eiríkur í færslunni. Hann bætir við að mótmæli hafi engu breytt, pokinn yrði að vera gagnsær. Mjög sérstakt en spaugilegt Eiríkur segir í samtali við fréttastofu að hann hafi plokkað töluvert í gegnum tíðina og Sorpuferðin umrædda hafi verið sú fimmta með sama sama pokann. Engar athugasemdir hafi verið gerðar fyrr en nú. „Þetta var mjög sérstakt. Ég hef auðvitað ekkert á móti því að fólk fylgi þessu eftir en þetta kom mér svolítið á óvart. Ég hélt að þetta snerist bara um að ég færi og kæmi svo aftur með pokann eins og ég var búinn að gera fjórum sinnum áður,“ segir Eiríkur léttur í bragði. Hann bætir við að málið hafi fyrst og fremst verið spaugilegt. Plast eða pappír rati ekki rétta leið Gunnar Dofri Ólafsson, samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu, segir að breytingarnar hafi tekið gildi í apríl á síðasta ári. Reglurnar séu því ekki nýjar af nálinni. Gunnar Dofri Ólafsson samskipta- og þróunarstjóri hjá Sorpu.Aðsend „Ástæðurnar fyrir því að við förum þessa leið eru þær að við sáum að þegar glæru pokarnir komu inn, þá minnkaði hlutfallslega það magn sem fer í urðun hjá okkur, sem er það sem við erum að keppast við að hætta. Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Við erum að gera þetta til þess að tryggja að starfsfólk okkar geti aðstoðað fólk við að koma því sem það er að koma með til okkar í réttan farveg,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að rannsóknir bendi til þess að helmingur af því sem fari í urðunargáminn eigi raunverulega heima í endurvinnslugámi. Plast eða pappír rati ekki rétta leið og starfsfólk Sorpu geti ekki aðstoðað fólk við flokkun ef allt er í kolsvörtum ruslapokum. Flöskur og dósir í svörtum pokum sleppi í bili Gunnar Dofri segir að starfsmenn Sorpu hafi ekki sektað fólk sem noti svarta ruslapoka undir flöskur og dósir eða með föt á leið til Rauða krossins. Annað sleppi þó ekki og fólki ber að greiða fimm hundruð krónur fyrir. „Við kynntum þetta fyrir núna tæpu ári, það var 26. apríl í fyrra sem við lögðum upp með það að svartir pokar, eða pokar sem eru ekki gagnsæir, væru ekki velkomnir. Það hefur verið svona stígandi hjá okkur í gegnum allt árið og núna er komin þessi krafa á það að ef þú kemur ekki með þitt í gagnsæju þá verðurðu að borga,“ segir Gunnar Dofri. Hann segir að langflestir hafi tekið reglunum vel; fólk skilji almennt tilganginn. „Við erum ekki að gera þetta að gamni okkar. Þetta er mikilvægt umhverfismál, þetta er mikilvægt loftslagtsmál - það að urða ekki heldur að flokka rétt. Það dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda og magni úrgangs,“ segir Gunnar Dofri. Má koma að henda svörtum ruslapokum hjá ykkur? „Já, það má. Það er svona hugsunin í þessu, við höfum í sjálfu sér ekkert á móti svörtum pokum sem slíkum. Það er bara innihaldið sem starfsfólkið okkar getur ekki séð, og getur ekki leiðbeint um, sem er vandamálið.“
Sorpa Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent