Þjálfari Bayern fengið hundruð líflátshótana Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. apríl 2022 10:01 Julian Nagelsmann segist fá líflátshótanir eftir hvern einasta leik, líka þegar liðið vinnur. Roland Krivec/vi/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, þjálfari þýska stórveldisins Bayern München, segist hafa fengið um það bil 450 líflátshótanir eftir að liðið féll úr Meistaradeild Evrópu gegn Villareal í vikunni. Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira
Bayern tapaði fyrri leik liðanna 1-0 og eftir að hafa hálfpartinn látið eins og liðið myndi auðveldlega vinna síðari leikinn þurftu Nagelsmann og hans menn að sætta sig við 1-1 jafntefli. Samanlögð úrslit urðu því 2-1 Villareal í vil og Bayern mistókst að tryggja sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. „Ég geri mér grein fyrir því að ég þarf að þola gagnrýni úr öllum áttum,“ sagði hinn 34 ára Nagelsmann. „Það er eðlilegt og ég ræð alveg við það. En að fá 450 líflátshótanir á Instagram, það er ekki svo auðvelt.“ Nagelsmann tók við Bayern af Hansi Flick síðasta sumar og er því á sínu fyrsta tímabili sem knattspyrnustjóri stórveldisins. Liðið er með níu stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar og stefnir hraðbyri í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum, en liðið er fallið úr leik í þýska bikarnum, sem og Meistaradeildinni. Julian Nagelsmann responds to the death threats he received following Bayern's elimination in the Champions League. pic.twitter.com/ug6B4ysE1q— B/R Football (@brfootball) April 15, 2022 Þjálfarinn segir að aðrir fjölskyldumeðlimir hafi einnig fengið hótanir og að það sé full langt gengið. „Ef fólk vill drepa mig þá er það eitt, en að ráðast einnig að móður minni sem er alveg sama um fótbolta er annað,“ bætti Nagelsmann við. „Ég bara skil þetta ekki. Um leið og fólk slekkur á sjónvarpinu er eins og þau gleymi allri skynsemi. Og það klikkaða er að þau halda að þau hafi rétt á því að láta svona.“ Þrátt fyrir allar þesser líflátshótanir segist Nagelsmann ekki ætla að blanda lögreglunni í málið - hann hafi einfaldlega ekki tíma til þess. „Það tekur því ekki. Ég myndi aldrei klára það mál. Ég fæ svona eftir hvern einasta leik, sama hvort við vinnum eða töpum. Ég fæ fleiri líflátshótanir þegar við spilum með þriggja manna varnarlínu en fjögurra manna og augljóslega eru þær fleiri þegar við töpum.“ sagði Nagelsmann að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Sjá meira