Skoða meint misferli Le Pen viku fyrir kosningar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. apríl 2022 14:57 Marine Le Pen, til vinstri, hefur sjaldan flogið hærra í skoðanakönnunum. (Photo by Chesnot/Getty Images) Saksóknarar í Frakklandi segja að þeir séu nú að fara yfir skýrslu þar sem Marine Le Pen og aðrir flokksmeðlimir í Franska þjóðarflokknum eru sökuð um að hafa misnotað fjármuni Evrópusambandsins. Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur. Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði. Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta. Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl. Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á. Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun. Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20 Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30 Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Reuters fjallar um og segir að saksóknarar í Frakklandi séu að fara yfir skýrslu Evrópuskrifstofu um aðgerðir gegn svikum, stofnun Evrópusambandsins sem rannsakar meðal annars misferli með fjármuni sambandsins. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa greint frá innihaldi skýrslunnar og segja að í henni sé Le Pen og flokksmenn hennar sakaðir um að hafa misnotað allt að 617 þúsund evrur af fjármunum sem flokkurinn fékk frá ESB. Þar af Le Pen sökuð um að hafa misnotað 140 þúsund evrur. Hvorki né Le Pen né aðrir flokksmeðlimir eru sakaðir um að hafa hagnast fjárhagslega með hinu meinta misferli. Þess í stað eru þau sökuð um að hafa notað fjármuni frá Evrópusambandinu til að greiða laun starfsmanna og halda ýmsa viðburði. Le Pen er í harðri kosningabaráttu þessa dagana sem forsetaframbjóðandi Franska þjóðarflokksins. Komst hún áfram í seinni umferð kosninganna þar sem kosið verður á milli hennar og Emmanuel Macrons, sitjandi forseta. Seinni umferðin fer fram eftir viku, næstkomandi sunnudag þann 24. apríl. Fylgi Macrons hafði dalað í aðdraganda fyrri umferðarinnar á meðan Le Pen sótti á. Macron leiðir í skoðanakönnunum, þó ekki með miklum mun.
Frakkland Evrópusambandið Kosningar í Frakklandi Tengdar fréttir Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20 Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30 Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Sjá meira
Frakkar kjósa milli Macrons og Le Pen Emmanuel Macron, sitjandi forseti, vann fyrri umferð forsetakosninganna í Frakklandi. Marine Le Pen er í öðru sæti en þau komust bæði áfram í fyrri umferð frönsku forsetakosninganna árið 2017. Kosið verður milli þeirra tveggja þann 24. apríl næstkomandi. 10. apríl 2022 23:20
Forsetakosningar í Frakklandi - þjóðernissinnar bjartsýnir Frambjóðandi franskra þjóðernissinna á meiri möguleika en nokkru sinni áður á því að vinna frönsku forsetakosningarnar sem hefjast eftir viku. Stríðið í Úkraínu virðist þó auka líkur Macrons, forseta Frakklands, á að sigra öðru sinni. 3. apríl 2022 14:30
Frakkar færast nær því að velja sér forseta Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram í dag. Búist er við því að Emmanuel Macron, sitjandi forseti, og Marine Le Pen, verði efstu tveir frambjóðendurnir og mætist því í seinni umferð kosninganna, líkt og þau gerðu árið 2017. 10. apríl 2022 11:43