„Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. apríl 2022 15:48 Samtökin Flottafólk reka griðarstað við Guðrúnartún og athvarf við Hátún fyrir flóttafólk. Myndin er tekin í matsali auglýsingastofunnar Pipar/TBWA við Guðrúnartún í síðasta mánuði. Vísir/Egill Hátt í 800 flóttamenn frá Úkraínu eru hér á landi yfir páskana en þeirra dymbilvika hófst í gær. Samtökin Flottafólk buðu flóttamönnum upp á mat og páskaegg fyrir helgi og er stefnt á að útvega guðsþjónustu frá Úkraínu í gegnum fjarfundarbúnað í dag. Forsvarsmaður samtakanna segir mikilvægt að fólkið einangrist ekki. Frá því að innrásin hófst hafa 772 flóttamenn frá Úkraínu komið til Íslands. Samtökin Flottafólk reka griðastað flóttamanna að Guðrúnartúni og athvarf barna og foreldra að Hátúni. Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir sem er í forsvari fyrir hópinn, segir þau hafa tekið við töluverðum fjölda fólks á miðvikudag, síðasta daginn fyrir páska. „Við áttum þar góða stund yfir góðum mat og við afhentum öllum páskaegg, eða páskaegg og súkkulaðiplötur, með aðstoð góðra fyrirtækja,“ segir Sveinn. Sveinn Rúnar Sigurðsson hefur sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur.Vísir/Sigurjón „Við erum svo að setja núna upp fjarfundarviðburð þar sem að Úkraínumenn og flóttamenn á Íslandi geta sótt athöfn á netinu beint frá Úkraínu í samvinnu við biskup þar,“ segir hann enn fremur. Páskarnir eru með örlítið öðruvísi sniði hjá Úkraínumönnum en þeirra dymbilvika hófst á miðnætti og er páskadagur eftir viku. „Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli,“ segir Sveinn. Mikilvægt að fólk einangrist ekki Sveinn segir mikilvægt að Úkraínumenn haldi í sínar hefðir og einangri sig ekki, sérstaklega á þessum tíma. „Maður trúir því staðfastlega, og bara á grunni míns starfs sem læknir, að þegar fólk á um sárt að binda, eins og fólkið sem kemur hingað, að það eyði ekki tíma sínum einangrað inni á hótelherbergi heldur að það gangi að og nýti sér nokkuð þétta dagskrá, bæði varðandi samveru og matarhittinga en ekki síst viðburði,“ segir Sveinn. Hann vísar í því samhengi til þess að unnið sé að verkefni í samstarfi við ferðaþjónustuna og fleiri aðila, svokallaðan flóttamannakvóta á ýmsa viðburði. Þannig fái flóttafólk aðgengi að ýmsum viðburðum líkt og Íslendingar. „Heilt yfir þá er maður afskaplega ánægður með stöðu mála bæði hjá ríki og sveitarfélögum og ég held að við getum öll einhvern veginn horft yfir öxl og verið stolt af þessu viðbragði,“ segir hann enn fremur. Gert er ráð fyrir að fleiri flóttamenn komi til landsins eftir páska og miða aðgerðir að því að gera þá hluta af samfélaginu. „Til lengri eða skemmri tíma, ég er reyndar viss um það að mikið af þessu fólki vill snúa aftur heim um leið og stríðið lengur en við vitum ekki hversu lengi þetta stríð mun vara og óvissan er náttúrulega mjög erfið,“ segir Sveinn. Páskar Trúmál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Hafna afarkostum Rússa og segjast ætla að berjast til hins síðasta Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17. apríl 2022 15:15 „Dauðinn á ekki síðasta orðið“ Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 17. apríl 2022 13:05 760 Úkraínumenn sótt hér um alþjóðlega vernd Alls hafa 760 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu í febrúar. Um að ræða 461 konu, 198 börn og 146 karla. 15. apríl 2022 20:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Frá því að innrásin hófst hafa 772 flóttamenn frá Úkraínu komið til Íslands. Samtökin Flottafólk reka griðastað flóttamanna að Guðrúnartúni og athvarf barna og foreldra að Hátúni. Sveinn Rúnar Sigurðsson, læknir sem er í forsvari fyrir hópinn, segir þau hafa tekið við töluverðum fjölda fólks á miðvikudag, síðasta daginn fyrir páska. „Við áttum þar góða stund yfir góðum mat og við afhentum öllum páskaegg, eða páskaegg og súkkulaðiplötur, með aðstoð góðra fyrirtækja,“ segir Sveinn. Sveinn Rúnar Sigurðsson hefur sinnt verkefnum tengdum flóttafólki frá Úkarínu síðustu vikur.Vísir/Sigurjón „Við erum svo að setja núna upp fjarfundarviðburð þar sem að Úkraínumenn og flóttamenn á Íslandi geta sótt athöfn á netinu beint frá Úkraínu í samvinnu við biskup þar,“ segir hann enn fremur. Páskarnir eru með örlítið öðruvísi sniði hjá Úkraínumönnum en þeirra dymbilvika hófst á miðnætti og er páskadagur eftir viku. „Þau halda páskana mjög hátíðlega og þetta skiptir þau máli,“ segir Sveinn. Mikilvægt að fólk einangrist ekki Sveinn segir mikilvægt að Úkraínumenn haldi í sínar hefðir og einangri sig ekki, sérstaklega á þessum tíma. „Maður trúir því staðfastlega, og bara á grunni míns starfs sem læknir, að þegar fólk á um sárt að binda, eins og fólkið sem kemur hingað, að það eyði ekki tíma sínum einangrað inni á hótelherbergi heldur að það gangi að og nýti sér nokkuð þétta dagskrá, bæði varðandi samveru og matarhittinga en ekki síst viðburði,“ segir Sveinn. Hann vísar í því samhengi til þess að unnið sé að verkefni í samstarfi við ferðaþjónustuna og fleiri aðila, svokallaðan flóttamannakvóta á ýmsa viðburði. Þannig fái flóttafólk aðgengi að ýmsum viðburðum líkt og Íslendingar. „Heilt yfir þá er maður afskaplega ánægður með stöðu mála bæði hjá ríki og sveitarfélögum og ég held að við getum öll einhvern veginn horft yfir öxl og verið stolt af þessu viðbragði,“ segir hann enn fremur. Gert er ráð fyrir að fleiri flóttamenn komi til landsins eftir páska og miða aðgerðir að því að gera þá hluta af samfélaginu. „Til lengri eða skemmri tíma, ég er reyndar viss um það að mikið af þessu fólki vill snúa aftur heim um leið og stríðið lengur en við vitum ekki hversu lengi þetta stríð mun vara og óvissan er náttúrulega mjög erfið,“ segir Sveinn.
Páskar Trúmál Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Vaktin: Hafna afarkostum Rússa og segjast ætla að berjast til hins síðasta Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17. apríl 2022 15:15 „Dauðinn á ekki síðasta orðið“ Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 17. apríl 2022 13:05 760 Úkraínumenn sótt hér um alþjóðlega vernd Alls hafa 760 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu í febrúar. Um að ræða 461 konu, 198 börn og 146 karla. 15. apríl 2022 20:27 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Vaktin: Hafna afarkostum Rússa og segjast ætla að berjast til hins síðasta Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. 17. apríl 2022 15:15
„Dauðinn á ekki síðasta orðið“ Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, flutti páskapredikun sína í Dómkirkjunni í morgun en predikunin í ár var óneitanlega lituð af stríðinu í Úkraínu. Víða um heim megi sjá merki eyðileggingar og dauða þar sem fórnarlömbum fjölgar en boðskapur Krists veiti fólki stuðning. 17. apríl 2022 13:05
760 Úkraínumenn sótt hér um alþjóðlega vernd Alls hafa 760 einstaklingur með tengsl við Úkraínu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi eftir að innrás Rússa hófst í Úkraínu í febrúar. Um að ræða 461 konu, 198 börn og 146 karla. 15. apríl 2022 20:27
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent