Eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý Elísabet Inga Sigurðardóttir og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 23:31 Margir tengja keilu við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý en formaður Keilusambandsins segiir að þeir sem stundi keilu á Íslandi þurfi sína eigin aðstöðu. Vísir/Skjáskot Æfingaaðstaða fyrir þá sem stunda keilu hér á landi er slæm að sögn formanns keilusambandsins. Iðkendur eru í samkeppni við afmælisveislur og vinnustaðapartý. Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst. Keila Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira
Aðsókn hefur verið í keilu sem íþrótt hér á landi en hún hefur farið minkandi vegna aðstöðuleysis. Hér á landi eru aðeins 22 keilubrautir í Egilshöllinni og þrjár á Akranesi. Margir tengja þetta rými við afmælisveislur, fyrirtækjaskemmtanir og partý. Formaður Keilusambandsins segir að slíkt samkomurými fari illa saman við æfingaaðstöðu íþróttar. „Það er takmarkaður tími sem við höfum hér inni, einfaldlega því við erum í samkeppni við almenning sem leikur sér í keilu eins og við hin. Okkur vantar meiri tíma og við þurfum meira brautarpláss en almenningur,“ segir Jóhann Ágúst Jóhannsson formaður Keilusambands Íslands í samtali við Elísabetu Ingu Sigurðardóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðstaðan er því ekki upp á marga fiska fyrir þá sem stunda keilu sem íþrótt. Jóhann Ágúst er formaður Keilusambands Íslands.Vísir „Okkur vantar okkar eigin aðstöðu þar sem við ráðum tímanum alfarið sjálf og getum þar af leiðandi fjölgað inn í íþróttina því við teljum okkur eiga efni á því að fjölga iðkendum,“ bætir Jóhann við. Íþróttin kalli nefnilega á einbeitingu hjá öllum aldurshópum. „Þetta er svona svipað, þó þetta sé hálf leiðinlegur samanburður, þá má líkja þessu við það að á sama tíma og það er landsleikur í fótbolta í Laugardalnum þá væri einhver bumbubolti fyrir aftan eitt markið og boltinn endalaust að koma inn á og trufla leikinn. Það er eiginlega bara þannig.“ Aðstöðuleysið er það slæmt að okkar efnilegasta fólk í keilu getur ekki iðkað íþróttina hér á landi. „Þar má nefna Arnar Davíð sem vann Evróputúrinn árið 2019. Hann fór beint út eftir að hann kom heim í eitt ár því hann sá að hann hefði ekki tíma til að æfa hérna. Hann bara komst ekki að,“ segir Jóhann Ágúst.
Keila Reykjavík Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Erlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Sjá meira