Fyrir fólkið, fyrst og fremst Valdimar Víðisson og Margrét Vala Marteinsdóttir skrifa 19. apríl 2022 07:01 Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks. Allt sett fram með það að markmiði að öll börn hefðu jöfn tækifæri; jafnan aðgang að góðu heilsusamlegu fæði og gætu notið sín í íþróttum og tómstundum, óháð efnahag. Við ætluðum að fjárfesta í fólki og það gerðum við. Aukinn systkinaafsláttur Allt eru þetta baráttumál okkar í Framsókn. Fyrsta verk var að stórauka systkinaafslátt á leikskólagjöldum. Áður en við tókum við var greitt fullt gjald fyrir barn nr. 1, 50% afsláttur var fyrir barn nr. 2 og 75% afsláttur var fyrir barn nr. 3. Við breyttum þessu strax og í dag er áfram fullt gjald fyrir barn nr. 1, 75% afsláttur er fyrir barn nr. 2 og ekki er lengur greitt fyrir fleiri börn. Systkinaafslátturinn á einnig við vegna barna í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri. Grunnur að góðum degi Á kjörtímabilinu var byrjað að bjóða upp á hafragraut í öllum skólum í Hafnarfirði, bæði fyrir nemendur og starfsfólk, þeim að kostnaðarlausu. Til viðbótar innleiddum við nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna. Fyrsta skrefið var stigið í upphafi kjörtímabils þegar ekki var greitt fyrir fleiri en tvö börn. Næsta skref var svo stigið við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og nú er að hámarki greitt fyrir 1,75 barn. Við höfum því hafið þá vegferð okkar í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum með mjög markvissum og skilvirkum skrefum. Á næsta kjörtímabili munum við stíga skrefið til fulls. „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert“ Við höfum hækkað frístundastyrkinn á kjörtímabilinu. Markmiðið er að gera börnum kleift að taka þátt í skipulögðu starfi óháð efnahag fjölskyldna. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til að njóta sín. Hér vitnum við í texta úr lagi Helga Björnssonar sem við þekkjum svo vel og vísar til mikilvægi þess að hver og einn verði að hafa svigrúm og stuðning til að vera hann sjálfur, finna hvar áhuginn liggur, styrkleikinn og geti með þeim hætti blómstrað í lífinu. Það styrkir samfélagið og gerir það betra og fallegra. Á næsta kjörtímabili ætlum við koma á frístundastyrk fyrir öll börn til 18 ára en núna er frístundastyrkur eingöngu fyrir börn á grunnskólaaldri. Fjárfestum í fólki Það er því ljóst að við höfum aukið ráðstöfunartekjur barnmargra heimila og fjölskyldna í Hafnarfirði á kjörtímabilinu. Við höfum fjárfest í fólki. Við ætlum að halda áfram að gera samfélagið betra og tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til að blómstra, vaxa og dafna í okkar góða bæ fáum við til þess áframhaldandi umboð. Framtíðin ræðst á miðjunni - XB. Valdimar Víðisson, skólastjóri og oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Stuðlaskarðs og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Framsóknarflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Valdimar Víðisson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar árið 2018 sögðumst við ætla að lækka álögur á fjölskyldufólk með hinum ýmsu aðgerðum. Þær aðgerðir voru m.a. stóraukinn systkinaafsláttur á leikskólagjöldum, gjaldfrjálsar skólamáltíðir grunnskólabarna og hækkun frístundastyrks. Allt sett fram með það að markmiði að öll börn hefðu jöfn tækifæri; jafnan aðgang að góðu heilsusamlegu fæði og gætu notið sín í íþróttum og tómstundum, óháð efnahag. Við ætluðum að fjárfesta í fólki og það gerðum við. Aukinn systkinaafsláttur Allt eru þetta baráttumál okkar í Framsókn. Fyrsta verk var að stórauka systkinaafslátt á leikskólagjöldum. Áður en við tókum við var greitt fullt gjald fyrir barn nr. 1, 50% afsláttur var fyrir barn nr. 2 og 75% afsláttur var fyrir barn nr. 3. Við breyttum þessu strax og í dag er áfram fullt gjald fyrir barn nr. 1, 75% afsláttur er fyrir barn nr. 2 og ekki er lengur greitt fyrir fleiri börn. Systkinaafslátturinn á einnig við vegna barna í frístund sem eiga annað systkini í frístund eða systkini samtímis í leikskóla eða hjá dagforeldri. Grunnur að góðum degi Á kjörtímabilinu var byrjað að bjóða upp á hafragraut í öllum skólum í Hafnarfirði, bæði fyrir nemendur og starfsfólk, þeim að kostnaðarlausu. Til viðbótar innleiddum við nýjan systkinaafslátt á skólamáltíðir grunnskólabarna. Fyrsta skrefið var stigið í upphafi kjörtímabils þegar ekki var greitt fyrir fleiri en tvö börn. Næsta skref var svo stigið við gerð síðustu fjárhagsáætlunar og nú er að hámarki greitt fyrir 1,75 barn. Við höfum því hafið þá vegferð okkar í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum með mjög markvissum og skilvirkum skrefum. Á næsta kjörtímabili munum við stíga skrefið til fulls. „Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert“ Við höfum hækkað frístundastyrkinn á kjörtímabilinu. Markmiðið er að gera börnum kleift að taka þátt í skipulögðu starfi óháð efnahag fjölskyldna. Einnig á styrkurinn að vinna gegn óæskilegu brotthvarfi í eldri aldurshópum iðkenda. Það er mikilvægt að allir hafi jöfn tækifæri til að njóta sín. Hér vitnum við í texta úr lagi Helga Björnssonar sem við þekkjum svo vel og vísar til mikilvægi þess að hver og einn verði að hafa svigrúm og stuðning til að vera hann sjálfur, finna hvar áhuginn liggur, styrkleikinn og geti með þeim hætti blómstrað í lífinu. Það styrkir samfélagið og gerir það betra og fallegra. Á næsta kjörtímabili ætlum við koma á frístundastyrk fyrir öll börn til 18 ára en núna er frístundastyrkur eingöngu fyrir börn á grunnskólaaldri. Fjárfestum í fólki Það er því ljóst að við höfum aukið ráðstöfunartekjur barnmargra heimila og fjölskyldna í Hafnarfirði á kjörtímabilinu. Við höfum fjárfest í fólki. Við ætlum að halda áfram að gera samfélagið betra og tryggja að öll börn hafi jöfn tækifæri til að blómstra, vaxa og dafna í okkar góða bæ fáum við til þess áframhaldandi umboð. Framtíðin ræðst á miðjunni - XB. Valdimar Víðisson, skólastjóri og oddviti Framsóknar í Hafnarfirði. Margrét Vala Marteinsdóttir, forstöðukona Stuðlaskarðs og skipar 2. sæti á lista Framsóknar í Hafnarfirði.
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar