Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 08:30 Stuðningsfólk Man Utd vonar að Ralf hafi rétt fyrir sér. EPA-EFE/TIM KEETON Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Liverpool og Man United mætast í kvöld í því sem var hér áður einn mest spennandi leikur ensku úrvalsdeildarinnar. Hér áður fyrr var það Man Utd sem var að berjast um enska meistaratitilinn en á undanförnum árum hefur taflið heldur betur snúist við. Liverpool hefur verið í toppbaráttunni á undanförnum árum á meðan stuðningsfólk Man Utd lætur sig dreyma um Meistaradeildarsæti. Rangnick hefur hins vegar lofað stuðningsfólk Manchester-liðsins að félagið muni ekki fara í gegnum sama þurrkatímabil og erkifjendur þeirra í Liverpool. „Ég tel að það séu ekki miklar líkur á að við förum 30 ár án meistaratitils því það er augljóst hverju við þurfum að breyta. Við þurfum að endurbyggja félagið fyrir framtíðina,“ sagði Rangnick við blaðamenn fyrir leik kvöldsins. „Ef þú veist hvað þú vilt þá tekur þetta aðeins tvo til þrjá félagaskiptaglugga. Ef þú veist ekki hvað þú vilt er þetta eins og að finna nál í heystakk.“ „Ef þú veist hvernig fótbolta þú vilt spila og hvernig leikmenn eða týpur þú vilt í hverja stöðu þá snýst þetta um að finna réttu leikmennina og sannfæra þá um að koma,“ bætti Rangnick við. Hann mun eflaust aðstoða Erik ten Hag, væntanlega þjálfara liðsins, við að finna þá leikmenn sem henta hvað best en Rangnick mun starfa sem tæknilegur ráðgjafi hjá Man United eftir að Ten Hag tekur við þjálfun þess. Það má segja að Liverpool sé að njóta góðs af hæfileikum Rangnick til að finna góða leikmenn en hann fékk alls sex núverandi leikmenn liðsins til félaga í Þýskalandi á sínum tíma. Roberto Firmino kom til Hoffenheim þegar Rangnick var þar. Joël Matip kom til Schalke 04, Sadio Mané, Naby Keïta, Ibrahima Konate og Takumi Minamino voru svo allir keyptir til Red Bull-liðanna þegar Rangnick var yfirmaður þar. „Þetta er ekki flókið, þetta eru ekki geimvísindi. Liverpool endaði í 8. sæti tímabilið áður en Jürgen Klopp tók við liðinu. Það tók hann tvo félagaskiptaglugga. Réttir leikmenn voru keyptir og réttir leikmenn voru seldir. Þess vegna eru þeir þar sem þeir eru,“ sagði Rangnick að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira