Jón Daði dýrkaður og dáður hjá Bolton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 10:01 Jón Daði skorar annað mark sitt um helgina. Twitter@OfficialBWFC Landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson átti frábæra innkomu um helgina er hann kom inn af bekknum hjá Bolton Wanderers og skoraði tvö mörk í 3-1 sigri á Accrington Stanley. Gaf hann sér svo tíma til að leika við ungan aðdáanda Bolton-liðsins á leiðinni heim. Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Jón Daði hefur heldur betur lifnað við síðan hann færði sig um set á Englandi og hóf að spila með Bolton Wanderers. Það hefur sést sérstaklega á leikjum íslenska landsliðsins en Jón Daði hefur verið jafnbesti leikmaður liðsins í undanförnum verkefnum. Framherjinn hengdi ekki haus er hann hóf leik helgarinnar á varamannabekknum heldur kom hann inn í stöðunni 1-1 og skoraði tvívegis í 3-1 sigri. Það fyrra var með þrumuskoti úr þröngu færi. Svona klára bara framherjar sem eru með sjálfstraustið í botni. Instant impact A belting finish from @jondadi just 2 minutes after coming on for @OfficialBWFC s #EFLonQuest - Tonight at 9pm #EFL #EFL #BWFC Stream free on demand with @discoveryplusUK: https://t.co/5BVoLl5xim pic.twitter.com/Iclbtx9jr7— Quest (@QuestTV) April 18, 2022 Eftir leik sagði Jón Daði að það eina sem hann væri ósáttur með væri að Bolton væri ekki nær umspilssætunum. Bolton er sem stendur í 10. sæti með 67 stig, tíu stigum fyrir neðan Sunderland sem er í síðasta umspilssætinu. " , ' ." @jondadi spoke after scoring twice in this afternoon's @SkyBetLeagueOne victory against @ASFCofficial.#BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) April 18, 2022 Er Jón Daði var heim á leið eftir leik virðist ungur aðdáandi hafa náð athygli hans. Náðist skemmtilegt myndband þar sem Jón Daði sést skjóta nokkrum boltum á unga stelpu sem hefur ólm viljað reyna eitthvað sem markverði Accrington Stanley tókst ekki, að verja skot frá Jóni Daða. „Jón Daði að taka vítaspyrnur með barnabarni vinar míns fyrir utan leikvanginn. Þetta félag,“ segir í Twitter-færslu frá stuðningsmanni Bolton Wanderers. Jon Daddi Bavardsson playing penalties with my mates granddaughter outside stadium. This club #bwfc pic.twitter.com/igxRxHBXZk— Bolton Wanderers and Proud (@ProudBW) April 18, 2022 Jón Daði er ekki fyrst Íslendingurinn sem finnur fjöl sína hjá Bolton Wanderers. Liðið á góðu samstarfi við Ísland en Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson og Grétar Rafn Steinsson léku allir með liðinu þegar það var upp á sitt besta. Það er eflaust fjarlægur draumur hjá Jóni Daða að leika í ensku úrvalsdeildinni með félaginu en takist honum að hjálpa því upp í B-deildina á nýjan leik er ljóst að hann yrði í guðatölu hjá stuðningsfólki liðsins líkt og þríeykið hér að ofan. Ef til vill má færa rök fyrir því að hann sé það nú þegar ef marka má þetta stórkostlega lag sem samið var um Jón Daða fyrr á árinu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira