Gagnrýna ákvörðun formanna stjórnarflokkanna: „Í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla“ Fanndís Birna Logadóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 19. apríl 2022 20:01 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, voru sammála um það að það væri óeðlilegt að formenn stjórnarflokkanna hafi geta ákveðið sín á milli að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Stöð 2 Þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýnir einhliða ákvörðun um að leggja niður heila ríkisstofnun og telur ljóst að lagaleg ábyrgð hvíli á fjármálaráðherra. Varaformaður þingflokks Viðreisnar segir ótækt að ríkisstjórnin reki einfaldlega undirmenn þegar hitna fer í kolunum. Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í dag að hún myndi leggja það til á Alþingi að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar sölunnar á Íslandsbanka. Ákvörðunin vakti upp hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, sem hafa ítrekað gagnrýnt framkvæmd sölunnar. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skref ríkisstjórnarinnar í dag ekki nóg. „Þetta er í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla á þessu máli, að koma út úr páskafríi þar sem á nokkrum dögum virðist hafa verið tekin einhliða ákvörðun meðal formanna þriggja stjórnarflokka að leggja niður heila ríkisstofnun án þess að boða til ríksistjórnarfundar, án þess að ráðherranefnd um efnahagsmál sem að ræddu þessa sölu sérstaklega komi þar að,“ segir Kristrún. Hún segir ákvörðunina þó að einhverju leyti lýsandi fyrir söluferlið og afgreiðslu málsins í heild sinni. „Hlutirnir eru gerðir í flýti, án tilhlýðandi umhugsunar, og að einhverju leyti er núna verið að ákvarða að ábyrgðin liggi hjá framkvæmdaraðila þessarar sölu, þrátt fyrir að það liggi alveg fyrir að lagaleg ábyrgð hvílir á fjármálaráðherra,“ segir Kristrún enn fremur. Kallar eftir frekari ábyrgð Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, tekur undir ummæli Kristrúnar en hann segir það hafa verið með ólíkindum að fylgjast með málinu í dag. „Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að þetta útboð gekk svo illa að það þarf að slátra heilli ríkisstofnun vegna þess. Ábyrgðin endar ekki þar, þessi ábyrgðarflótti hann getur ekki verið með þeim hætti að ríkisstjórnin reki bara einhverja undirmenn þegar það fer að hitna undir,“ segir Sigmar. Hann kallar eftir frekari ábyrgð og bendir á ummæli efnahagsráðherra, sem hefur sjálfur kallað eftir meiri pólitískri ábyrgð. „Síðan er áhugavert að forsætisráðherra segir að rannsóknarnefndin eigi að skera úr um pólitíska ábyrgð en þegar kemur að ábyrgð Bankasýslunnar þá er nóg að menn hittist bara á einhverjum þriggja manna fundi og reki mann og annan,“ segir hann. Alþingi kemur ekki saman fyrr en næsta mánudag en stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þau komi saman fyrr. Salan á Íslandsbanka Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Ríkisstjórnin tilkynnti fyrr í dag að hún myndi leggja það til á Alþingi að leggja niður Bankasýslu ríkisins í kjölfar sölunnar á Íslandsbanka. Ákvörðunin vakti upp hörð viðbrögð hjá stjórnarandstöðunni, sem hafa ítrekað gagnrýnt framkvæmd sölunnar. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir skref ríkisstjórnarinnar í dag ekki nóg. „Þetta er í hæsta máta óeðlileg afgreiðsla á þessu máli, að koma út úr páskafríi þar sem á nokkrum dögum virðist hafa verið tekin einhliða ákvörðun meðal formanna þriggja stjórnarflokka að leggja niður heila ríkisstofnun án þess að boða til ríksistjórnarfundar, án þess að ráðherranefnd um efnahagsmál sem að ræddu þessa sölu sérstaklega komi þar að,“ segir Kristrún. Hún segir ákvörðunina þó að einhverju leyti lýsandi fyrir söluferlið og afgreiðslu málsins í heild sinni. „Hlutirnir eru gerðir í flýti, án tilhlýðandi umhugsunar, og að einhverju leyti er núna verið að ákvarða að ábyrgðin liggi hjá framkvæmdaraðila þessarar sölu, þrátt fyrir að það liggi alveg fyrir að lagaleg ábyrgð hvílir á fjármálaráðherra,“ segir Kristrún enn fremur. Kallar eftir frekari ábyrgð Sigmar Guðmundsson, varaformaður þingflokks Viðreisnar, tekur undir ummæli Kristrúnar en hann segir það hafa verið með ólíkindum að fylgjast með málinu í dag. „Ríkisstjórnin er búin að gefa það út að þetta útboð gekk svo illa að það þarf að slátra heilli ríkisstofnun vegna þess. Ábyrgðin endar ekki þar, þessi ábyrgðarflótti hann getur ekki verið með þeim hætti að ríkisstjórnin reki bara einhverja undirmenn þegar það fer að hitna undir,“ segir Sigmar. Hann kallar eftir frekari ábyrgð og bendir á ummæli efnahagsráðherra, sem hefur sjálfur kallað eftir meiri pólitískri ábyrgð. „Síðan er áhugavert að forsætisráðherra segir að rannsóknarnefndin eigi að skera úr um pólitíska ábyrgð en þegar kemur að ábyrgð Bankasýslunnar þá er nóg að menn hittist bara á einhverjum þriggja manna fundi og reki mann og annan,“ segir hann. Alþingi kemur ekki saman fyrr en næsta mánudag en stjórnarandstaðan hefur kallað eftir því að þau komi saman fyrr.
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34 Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01 Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24 Mest lesið Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Viðskipti innlent Óvæntur atvinnumissir: Óttinn verstur en mörg góð ráð Atvinnulíf Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Netvís tekur við af SAFT Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent Fleiri fréttir Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Sjá meira
Bankasýslan segir framkvæmd sölunnar í fullu samræmi við ákvörðun ráðherra og ríkisstjórnar Stjórn og starfsfólk Bankasýslu ríkisins segist hafa unnið að framkvæmd útborðs á hlutabréfum Íslandsbanka í samræmi við forsendur sem þeim voru gefnar með fagmennsku og heiðarleika í fyrirrúmi. Forsvarsmenn stofnunarinnar segja að litið hafi verið svo á að framkvæmdin væri í fullu samræmi við vilja stjórnvalda. 19. apríl 2022 16:34
Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl. 19. apríl 2022 16:01
Telur ekki nauðsynlegt að fjármálaráðherra víki Að mati Katrínar Jakobsdóttur fjármálaráðherra er ekki þörf á að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra víki vegna Íslandsbankamálsins. 19. apríl 2022 14:24