Óskar Hrafn: „Leikmenn voru rétt stilltir í dag“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. apríl 2022 22:05 Óskar Hrafn, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með frammistöðu sinna manna enda ekki annað hægt eftir leikinn í kvöld. Hulda Margrét „Þetta var virkilega góður leikur hjá okkur að stærstum hluta. Fyrstu 65 mínúturnar fannst mér virkilega góðar, mikil orka og mikill kraftur en síðan gáfum við eftir og hleyptum þeim fullmikið inn í leikinn fyrir minn smekk,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks eftir 4-1 sigur á Keflavík í Bestu deildinni í kvöld. Breiðablik var sterkari aðilinn frá byrjun í kvöld og skoruðu mark strax í upphafi, Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eftir rúma mínútu. Frammistaða liðsins var virkilega góð og Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum. „Það er bara þannig að þegar orkustigið er rétt og krafturinn er til staðar þá er þetta lið öflugt. Leikmennirnir voru rétt stilltir í dag sem er lykilatriði í þessu. Fyrsta skrefið í þessu var sterkt og menn spiluðu óttalausir og án þess að hafa áhyggjur sem er gríðarlega mikilvægt. Ég er mjög sáttur með leikinn,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Áðurnefndur Ísak Snær var að spila sinn fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Blika en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir tímabilið. Hann þakkaði traustið og var kominn með tvö mörk eftir tuttugu og tvær mínútur. „Hann færir okkur fyrst og síðast gríðarlegan dugnað. Hann er mjög líkamlega sterkur, sterkur í loftinu og með góð hlaup. Hann er alhliða virkilega góður leikmaður sem getur leyst margar stöður fyrir okkur. Hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í þessu liði,“ sagði Óskar Hrafn að endingu. Besta deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Breiðablik var sterkari aðilinn frá byrjun í kvöld og skoruðu mark strax í upphafi, Ísak Snær Þorvaldsson skoraði eftir rúma mínútu. Frammistaða liðsins var virkilega góð og Keflvíkingar áttu í stökustu vandræðum. „Það er bara þannig að þegar orkustigið er rétt og krafturinn er til staðar þá er þetta lið öflugt. Leikmennirnir voru rétt stilltir í dag sem er lykilatriði í þessu. Fyrsta skrefið í þessu var sterkt og menn spiluðu óttalausir og án þess að hafa áhyggjur sem er gríðarlega mikilvægt. Ég er mjög sáttur með leikinn,“ sagði Óskar í samtali við Vísi eftir leik. Áðurnefndur Ísak Snær var að spila sinn fyrsta leik í Íslandsmóti fyrir Blika en hann kom til liðsins frá ÍA fyrir tímabilið. Hann þakkaði traustið og var kominn með tvö mörk eftir tuttugu og tvær mínútur. „Hann færir okkur fyrst og síðast gríðarlegan dugnað. Hann er mjög líkamlega sterkur, sterkur í loftinu og með góð hlaup. Hann er alhliða virkilega góður leikmaður sem getur leyst margar stöður fyrir okkur. Hann er gríðarlega mikilvægur hlekkur í þessu liði,“ sagði Óskar Hrafn að endingu.
Besta deild karla Breiðablik Keflavík ÍF Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira