Man Utd staðfestir að Erik ten Hag sé nýr þjálfari liðsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. apríl 2022 10:27 Nýr þjálfari Man United. Geert van Erven/Getty Images Manchester United hefur staðfest að Erik ten Hag sé nýr þjálfari liðsins. Þetta kemur fram á vef félagsins sem og samfélagsmiðlum þess í dag. Það hefur allt bent til þess að hinn hollenski Ten Hag myndi taka við stjórnartaumum Man United en félagið hefur verið í þjálfaraleit síðan Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Nú hefur verið staðfest að Ten Hag - sem í dag þjálfar Ajax - muni taka við sem þjálfari Man Utd í sumar. Hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi en þegar það er komið í hús verður þriggja ára samingur niðurstaðan. The new First-Team Manager of Manchester United: Erik ten Hag.#MUFC || #WelcomeErik— Manchester United (@ManUtd) April 21, 2022 „Það er mikill heiður að vera ráðinn sem þjálfari Manchester United. Ég er mjög spenntur fyrir áskoruninni sem er framundan. Ég þekki sögu þessa merka félags og ástríðu stuðningsfólks þess. Ég er mjög ákveðinn í að búa til lið sem getur barist um titlana sem stuðningsfólkið á skilið,“ sagði Ten Hag er það var gert opinbert að hann myndi taka við Man Utd. „Það verður erfitt að yfirgefa Ajax eftir þessi frábæru ár. Ég lofa stuðningsfólki félagsins að ég verð mjög einbeittur allt þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Hollendingurinn einnig. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hreinsanir hafnar á starfsliði Man Utd og búist við allt að tíu nýjum leikmönnum í sumar Tveir helstu njósnarar Manchester United hafa yfirgefið félagið. Virðist þetta vera upphafið að einni allsherjar hreinsun á bæði leikmannahóp og starfsliði félagsins. Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, býst við sex til tíu leikmönnum í sumar. 20. apríl 2022 16:15 Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30 Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United. 18. apríl 2022 15:38 Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin. 14. apríl 2022 07:00 Ten Hag gert munnlegt samkomulagi við Man United Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis. 13. apríl 2022 09:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Það hefur allt bent til þess að hinn hollenski Ten Hag myndi taka við stjórnartaumum Man United en félagið hefur verið í þjálfaraleit síðan Ole Gunnar Solskjær var látinn taka poka sinn fyrr á leiktíðinni. Nú hefur verið staðfest að Ten Hag - sem í dag þjálfar Ajax - muni taka við sem þjálfari Man Utd í sumar. Hann á enn eftir að fá atvinnuleyfi en þegar það er komið í hús verður þriggja ára samingur niðurstaðan. The new First-Team Manager of Manchester United: Erik ten Hag.#MUFC || #WelcomeErik— Manchester United (@ManUtd) April 21, 2022 „Það er mikill heiður að vera ráðinn sem þjálfari Manchester United. Ég er mjög spenntur fyrir áskoruninni sem er framundan. Ég þekki sögu þessa merka félags og ástríðu stuðningsfólks þess. Ég er mjög ákveðinn í að búa til lið sem getur barist um titlana sem stuðningsfólkið á skilið,“ sagði Ten Hag er það var gert opinbert að hann myndi taka við Man Utd. „Það verður erfitt að yfirgefa Ajax eftir þessi frábæru ár. Ég lofa stuðningsfólki félagsins að ég verð mjög einbeittur allt þangað til tímabilinu lýkur,“ sagði Hollendingurinn einnig.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Hreinsanir hafnar á starfsliði Man Utd og búist við allt að tíu nýjum leikmönnum í sumar Tveir helstu njósnarar Manchester United hafa yfirgefið félagið. Virðist þetta vera upphafið að einni allsherjar hreinsun á bæði leikmannahóp og starfsliði félagsins. Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, býst við sex til tíu leikmönnum í sumar. 20. apríl 2022 16:15 Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30 Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United. 18. apríl 2022 15:38 Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin. 14. apríl 2022 07:00 Ten Hag gert munnlegt samkomulagi við Man United Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis. 13. apríl 2022 09:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Fleiri fréttir Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Sjá meira
Hreinsanir hafnar á starfsliði Man Utd og búist við allt að tíu nýjum leikmönnum í sumar Tveir helstu njósnarar Manchester United hafa yfirgefið félagið. Virðist þetta vera upphafið að einni allsherjar hreinsun á bæði leikmannahóp og starfsliði félagsins. Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari liðsins, býst við sex til tíu leikmönnum í sumar. 20. apríl 2022 16:15
Segir að Man Utd muni ekki fara þrjá áratugi án titils líkt og Liverpool Ralf Rangnick, tímabundinn þjálfari Manchester United, segir að lið sitt muni ekki fara þrjá áratugi án þess að vinna enska meistaratitilinn líkt og erkifjendur þeirra í Liverpool gerðu frá 1990 til 2020. 19. apríl 2022 08:30
Fullyrðir að Ten Hag sé að taka við United Félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano fullyrðir að Hollendingurinn Erik ten Hag sé í þann mund að ganga frá samningum við enska knattspyrnufélagið Manchester United. 18. apríl 2022 15:38
Dortmund og RB Leipzig vilja Ten Hag Knattspyrnustjórinn Erik ten Hag er talin vera líklegastur af veðbönkum til að taka við af Ralf Ragnick sem næsti knattspyrnustjóri Manchester United. Ten Hag hefur nú þegar fundað með Manchester United en nú hafa þýsku liðin Dortmund og RB Leipzig bæst við í kapphlaupið um Hollendingin. 14. apríl 2022 07:00
Ten Hag gert munnlegt samkomulagi við Man United Hinn hollenski Erik Ten Hag mun stýra enska knattspyrnuliðinu Manchester United á næstu leiktíð. Það virðist aðeins formsatriði hvenær hann verður kynntur til leiks ef marka má fjölmiðla erlendis. 13. apríl 2022 09:00