Varnamálaráðherra Rússlands segir að rússneskar hersveitir hafi náð yfirráðum yfir Mariupol. Úkraínumenn fari þó enn með stjórn Azov-stal-stálverksmiðjunnar en ríflega þúsund almennir borgarar halda til í verksmiðjunni.
Líklegt þykir að afbrigði fuglaflensunnar sem hefur greinst hér á landi í villtum fuglum sé af sama skæða afbrigði og er í mikilli útbreiðslu í nágrannalöndunum. MAST hefur birt sérstakt kort af landinu þar sem hægt er að fylgjast með þróun fuglaflensunnar á Íslandi í rauntíma.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir framferði varaformanns Eflingar fyrir neðan allar hellur í tengslum við kröfu um félagsfund og sakar hana um að reyna að knýja fram slíkan fund ólöglega. Þá muni hún fara eftir lögum félagsins og ekki reyna að koma í veg fyrir að félagsfundur verði haldinn.
Agnieszka Ewa, varaformaður Eflingar, greindi frá því í samtali við fréttastofu í gær að félagsmenn Eflingar hefðu safnað hátt í 500 undirskriftum þar sem kallað var eftir félagsfundi og að stjórnin yrði að verða við því samkvæmt lögum félagsins.
Forsvarsmenn skipsins Amelía Rose, sem er í eigu Sea Trips Reykjavík saka Samgöngu stofu um einelti en stofnunin hefur stöðvað för skipsins í sjö skipti. Stofnunin þvertekur fyrir það.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan 12.00.