Að sögn Guðna Sigurðssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair, var um smávægilegt tæknilegt atriði að ræða en öryggisins vegna var ákveðið að snúa vélinni við og lenda aftur í Keflavík.
Hann segir vélina ekki hafa verið lengi á lofti áður en bilunarinnar varð vart. Á myndinni hér að neðan má sjá leið flugvélarinnar sem er af gerðinni Boeing 767.

Flugtak var rétt fyrir klukkan níu í morgun en önnur vél fór í loftið rétt í þessu með sólþyrsta ferðalanga sem þurftu að láta sér lynda að bíða aðeins lengur.