Bankasalan var lögleg Þórólfur Heiðar Þorsteinsson skrifar 22. apríl 2022 08:00 Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa komið fram gagnrýnisraddir um að útboð á 22,5% eignarhlut í Íslandsbanka sem fram fór þann 22. mars sl. hafi farið í bága við lög. Nánar tiltekið lög nr. 155/2012 um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hefur gagnrýnin annars vegar lotið að því að um lokað útboð hafi verið að ræða og hins vegar að ráðherra hafi átt að samþykkja hvert og eitt tilboð. Af þessu tilefni vill ég leggja orð í belg, en að mínu mati er ljóst að bankasalan var í samræmi við áðurnefnd lög og viðurkenndar lögskýringar. Meginreglur Lög nr. 155/2012 skapa ramma utan um sölumeðferð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Lögin voru nýmæli þegar þau voru sett og engin innlend fordæmi fyrir slíkri aðferðarfræði. Lögin setja ákveðnar meginreglur fram við sölu. Þær eru; (a) opið söluferli, (b) gagnsæi, (c) hlutlægni og (d) hagkvæmni. Jafnframt skal gæta að sanngirni og jafnræði gagnvart tilboðsgjöfum ásamt því að efla virka samkeppni á fjármálarmarkaði. Lokað útboð er í samræmi við lög Almennt er það svo í lögfræði að það eru undantekningar frá meginreglum. Í lögskýringagögnum með lögum nr. 155/2012 er meðal annars umfjöllun um meginregluna um opið útboð en þar segir: „Gert er ráð fyrir að bjóða skuli eignarhlut til sölu í opnu söluferli. Nauðsynlegt er hins vegar að rökstyðja sérstaklega ef ekki stendur til að bjóða hlut til sölu með þeim hætti. Slíkt fyrirkomulag kann í undantekningartilvikum að koma til greina, t.d. við sölu á minni eignarhlutum ríkisins eða ef einhverjar sérstakar aðstæður kalla á að þetta fyrirkomulag sé viðhaft.“ Af þessu má sjá að lokuð útboð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum eru lögleg. Slíka tilhögun þarf þó að rökstyðja sérstaklega. Það var gert í minnisblaði sem fylgdi tillögu til ráðherra þann 20. janúar sl. og lagt var fyrir ráðherra, ráðuneyti og nefndir Alþingis í því opinbera og gagnsæja ferli sem viðhaft var fyrir útboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við lögmæti í því ferli. Minnisblaðið og rökstuðninginn má finna á heimasíðu Bankasýslu ríkisins. Samþykki ráðherra þarf ekki við hvert og eitt tilboð í útboði Í lögunum kemur fram að þegar tilboð í eignarhlut liggja fyrir skuli Bankasýsla ríkisins skila ráðherra rökstuddu mati á þeim. Ráðherra tekur síðan ákvörðun um hvort tilboð skuli samþykkt eða þeim hafnað. Þegar þessi lagatexti er lesinn er auðséð að hann miðast fremur við beina sölu en almennt eða lokað útboð, þar sem mikill fjölda tilboða berst sem taka þarf afstöðu til á skömmum tíma. Í fyrrnefndum lögskýringagögnum er þessi lagatexti útskýrður nánar. Þar segir að sala hluta með útboði sé ferli sem sé frábrugðið beinni sölu. Þegar um slíkt er að ræða eru einstök tilboð ekki metin og getur ráðherra þannig falið Bankasýslu ríkisins að annast endanlegan frágang vegna sölu. Sú aðferðafræði sem beitt var í útboðinu kemur fram í rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins sem sent var ráðherra þann 22. mars og er aðgengilegt á heimasíðu fjármála- og efnahagsráðuneytis. Þar var óskað eftir samþykki ráðherra um verð og magn en að öðru leyti var óskað eftir umboði hans til úthlutunar eftir tilteknum viðmiðum. Um var að ræða sömu aðferðafræði og beitt var í frumútboði Íslandsbanka á 35,0% eignarhlut sumarið 2021 og sætti ekki sérstakri gagnrýni. Ráðherra svaraði rökstuddu mati Bankasýslu ríkisins á þá leið að fallist væri á tillöguna. Þannig veitti hann stofnuninni umboð til að ljúka sölumeðferð í samræmi við rökstudda matið. Þessi aðferðafræði á sér skýra lagastoð um að ekki sé gert ráð fyrir mati á einstaka tilboðum þegar um útboð er að ræða og að ráðherra geti falið stofnuninni að annast endanlegan frágang vegna sölu. Höfundur er lögmaður Bankasýslu ríkisins.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun