Störfin fyrir flóttamenn allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2022 23:05 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stöð 2 Um tvö hundruð störf eru nú í boði fyrir flóttafólk hér á landi eftir að Vinnumálastofnun auglýsti eftir störfum fyrir hópinn. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir miklu máli skipta fyrir aðlögun fólksins hér á landi að geta fengið vinnu. Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20