Störfin fyrir flóttamenn allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. apríl 2022 23:05 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. Stöð 2 Um tvö hundruð störf eru nú í boði fyrir flóttafólk hér á landi eftir að Vinnumálastofnun auglýsti eftir störfum fyrir hópinn. Forstjóri Vinnumálastofnunar segir miklu máli skipta fyrir aðlögun fólksins hér á landi að geta fengið vinnu. Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún. Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Það var í byrjun apríl sem auglýsingin var birt og voru viðbrögðin strax góð. „Það hefur fjölgað mjög mikið flóttamönnum hér á vinnumarkaði frá því um áramót, eða sem er að koma hingað í atvinnuleit, þannig við vorum með í pípunum að auglýsa eftir störfum fyrir þetta fólk,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar. „Við drifum nú í því þegar þessi ósköp dundu yfir í Úkraínu og við sáum fram á aukinn fjölda,“ segir hún enn fremur Unnur segir þann hóp flóttafólks sem er í atvinnuleit hér á landi nokkuð stóran. „Þetta eru svona þrjú hundruð manns plús, það er nú þannig. En það komu inn alveg tvö hundruð störf í kjölfar auglýsingarinnar þannig að nú erum við bara að miðla,“ segir hún. Hún segir störfin mörg og ólík sem í boði eru, allt frá ferðaþjónustu til hátæknistarfa. „Það hefur alveg verið reynslan að það að koma fólki sem fyrst inn á vinnumarkað það hefur verið besta leiðin til þess að það samlagist samfélaginu og læri tungumálið og svo framvegis,“ segir Unnur. Hún segir að dregið hafi verulega úr atvinnuleysi síðan síðasta haust en það er nú í kringum fimm prósent. Staðan sé nú nokkuð góð á vinnumarkaðinum. „Hún fer batnandi. Við bara gerum okkur vonir um það að atvinnuleysi haldi áfram að minnka og nú með enn meiri hraða þegar líður á vor á sumar. Mér sýnist allt vera farið af stað í ferðamennskunni og fleiri stöðum,“ segir hún.
Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Banaslys varð í Vík í Mýrdal Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Erlent Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Erlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Sjá meira
Vonar að atvinnurekendur taki flóttafólkinu opnum örmum Móttaka flóttamanna hér á landi fer vel af stað og hafa herbergi á Hótel Sögu meðal annars verið tekin undir þá. 2. apríl 2022 16:20