Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. apríl 2022 22:59 Foreldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, lágu fyrst undir grun. EPA/Facundo Arrizabalaga Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. AFP greindi upprunalega frá því í kvöld að maðurinn hafi verið ákærður en það reyndist síðar ekki rétt. Að því er kemur fram í frétt Reuters var maðurinn ekki nafngreindur en það voru þýsk yfirvöld sem bentu þeim portúgölsku á að karlmaðurinn væri grunaður. Lögreglan í Þýskalandi greindi frá því sumarið 2020 að maður að nafni Christian Brueckner, væri grunaður í tengslum við málið og að hann hafi líklega orðið Madeleine að bana. Portúgölsk yfirvöld voru þó ekki tilbúin til að fullyrða að Madeleine væri látin og rannsökuðu málið enn sem mannshvarf. Út frá þeim upplýsingum sem saksóknarar í Portúgal gáfu frá sér í dag má álykta að maðurinn sem hefur nú verið ákærður sé hinn 45 ára gamli Brueckner en Madeleine hvarf sporlaust úr íbúð foreldra sinna í Portúgal þann þriðja maí 2007. Á þeim tíma bjó Brueckner á svæðinu en hann var þekktur innbrotsþjófur og barnaníðingur. Lögreglan í Þýskalandi telur að hann hafi brotist inn í íbúðina þar sem Madeleine var og myrt hana skömmu síðar en hann er einnig grunaður um aðild í öðrum málum þar sem ung börn hafa horfið. Brueckner situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun en hann neitar að hann tengist máli McCann. Guardian hefur það eftir lögmanni hans að hann hafi þó ekki verið ákærður. Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á lóð í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCan 28. júlí 2020 13:34 Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarf Madeleine. 22. júlí 2020 23:43 Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
AFP greindi upprunalega frá því í kvöld að maðurinn hafi verið ákærður en það reyndist síðar ekki rétt. Að því er kemur fram í frétt Reuters var maðurinn ekki nafngreindur en það voru þýsk yfirvöld sem bentu þeim portúgölsku á að karlmaðurinn væri grunaður. Lögreglan í Þýskalandi greindi frá því sumarið 2020 að maður að nafni Christian Brueckner, væri grunaður í tengslum við málið og að hann hafi líklega orðið Madeleine að bana. Portúgölsk yfirvöld voru þó ekki tilbúin til að fullyrða að Madeleine væri látin og rannsökuðu málið enn sem mannshvarf. Út frá þeim upplýsingum sem saksóknarar í Portúgal gáfu frá sér í dag má álykta að maðurinn sem hefur nú verið ákærður sé hinn 45 ára gamli Brueckner en Madeleine hvarf sporlaust úr íbúð foreldra sinna í Portúgal þann þriðja maí 2007. Á þeim tíma bjó Brueckner á svæðinu en hann var þekktur innbrotsþjófur og barnaníðingur. Lögreglan í Þýskalandi telur að hann hafi brotist inn í íbúðina þar sem Madeleine var og myrt hana skömmu síðar en hann er einnig grunaður um aðild í öðrum málum þar sem ung börn hafa horfið. Brueckner situr nú í fangelsi í Þýskalandi fyrir nauðgun en hann neitar að hann tengist máli McCann. Guardian hefur það eftir lögmanni hans að hann hafi þó ekki verið ákærður.
Madeleine McCann Portúgal Þýskaland Tengdar fréttir Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á lóð í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCan 28. júlí 2020 13:34 Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarf Madeleine. 22. júlí 2020 23:43 Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59 Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11 Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Sjá meira
Leit í skógi í Þýskalandi tengist hvarfi McCann Hópur lögregluþjóna hóf í gær leit á lóð í Hanover í Þýskalandi og er leitin sögð tengjast hvarfi Madeleine McCan 28. júlí 2020 13:34
Sá grunaði í máli Madeleine talinn tengjast nauðgun frá 2004 Lögreglan í Portúgal rannsakar nú hvort maður sem hefur réttarstöðu grunaðs manns í rannsókninni á hvarfi Madeleine McCann geti einnig tengst nauðgun á Algarve í Portúgal, þremur árum fyrir hvarf Madeleine. 22. júlí 2020 23:43
Leituðu að Madeleine við þrjá brunna Lögregla og slökkvilið í Portúgal leituðu í dag í og við þrjá gamla brunna á Algarve-ströndinni. 11. júlí 2020 17:59
Mál Madeleine McCann: Rannsaka hvort hinn grunaði tengist sambærilegu mannshvarfi Lögregla í Þýskalandi hefur tekið hvarf stúlkunnar Inga Gehrike, sem hvarf sporlaust árið 2015, þá fimm ára gömul, til rannsóknar á ný. 5. júní 2020 14:11
Þýskur fangi grunaður um aðild að hvarfi Madeleine McCann Þýskur fangi á fimmtugsaldri er nú grunaður um að tengjast hvarfi bresku stúlkunnar Madeleine McCann, sem ekkert hefur spurst til síðan í maí árið 2007 er hún var í fríi með fjölskyldu sinni í Portúgal. 3. júní 2020 19:13