Superman-búningur Buffons kostaði Parma tvær milljónir Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2022 09:00 Gianluigi Buffon hefur varið mark Parma í vetur. Getty/Giuseppe Bellini Ítalska knattspyrnufélagið Parma neyddist til að greiða bandaríska kvikmyndafyrirtækinu Warner Bros 15.000 evrur, jafnvirði 2 milljóna króna, fyrir að nota Superman-merkið í leyfisleysi. Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu. Ítalski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira
Parma greindi frá endurkomu síns dáða sonar, markvarðarins Gianluigi Buffon, með skemmtilegu myndbandi í fyrrasumar. Þar sást Buffon opna litla fjársjóðskistu og taka meðal annars upp Superman-bol áður en hann tilkynnti að hann væri mættur aftur. Buffon, sem er 44 ára, var að snúa aftur til Parma tuttugu árum eftir að hafa orðið dýrasti markvörður sögunnar þegar hann var seldur frá Parma til Juventus. Superman-bolurinn var í kistunni vegna þess að Buffon hefur verið kenndur við ofurhetjuna eftir að hann klæddist þannig bol þegar hann lék með liðinu um aldamótin, og hann fagnaði ítalska bikarmeistaratitlinum með Parma í bolnum árið 1999. Buffon acquired his nickname "Superman during the season when he stopped a penalty by Inter striker and Ballon d'Or holder Ronaldo. Buffon celebrated the save by showing the Parma fans a Superman T-shirt, which he was wearing underneath his jersey. pic.twitter.com/aGJbgSvCix— Welson (@Juve_Nelson7) May 27, 2021 La Gazzetta dello Sport greinir frá því að forráðamenn Warner Bros, sem eiga einkaréttinn að Superman-merkinu, hafi krafið Parma um greiðslu vegna málsins og samkomulag náðst um að sú upphæð næmi 15.000 evrum. Parma varð gjaldþrota og stofnað að nýju í ítölsku D-deildinni árið 2015. Liðið sneri aftur í A-deildina árið 2018 en er nú í B-deildinni og á ekki möguleika á að komast upp um deild í vor, þrátt fyrir að hafa „ofurhetjuna“ Buffon í markinu.
Ítalski boltinn Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Sjá meira