Sjáðu mörkin er Barcelona gekk frá Sveindísi Jane og stöllum hennar í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2022 18:45 Sveindís Jane mátti síns lítils gegn ofurliði Barcelona í kvöld. David Ramos/Getty Images Evrópumeistarar Barcelona sýndu mátt sinn og megin er þeir mættu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan var orðin 2-0 eftir aðeins tíu mínútur og lauk leiknum með 5-1 sigri Börsunga. Sveindís Jane var í byrjunarliði Wolfsburg en það var ljóst að liðið þyrfti að eiga sinn besta leik til að eiga roð í besta félagslið heimsins i dag. Það má því segja að um martraðarbyrjun hafi verið að ræða þegar Aitana Bonmati kom Barcelona yfir strax á 3. mínútu leiksins. Fridolina Rolfo átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna og Bonmati kláraði færið af mikilli yfirvegun. Barcelona Femeni's first ever goal vs. Wolfsburg is scored by @AitanaBonmati pic.twitter.com/AifZnoFGrW— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Gestirnir fóru úr öskunni í eldinn skömmu síðar en eftir aðeins tíu mínútna leik var staðan orðin 2-0 og verkefni Wolfsburg nær ómögulegt. Hin norska Caroline Graham Hansen með markið eftir frábæran sprett. Það er ekki að ástæðulausu að hún er talin vera kvenkyns (norskur) Lionel Messi. OH WHAT A FINISH BY @CarolineGrahamH AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/Bjsf93AOQi— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Wolfsburg fékk í kjölfarið færi til að minnka muninn og koma lífi í einvígið en allt kom fyrir ekki. Irene Paredes með frábæra tæklingu og Sandra Panos svo með góða markvörslu. This block by Paredes https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/FMQEw6sZ4n— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks gerðu svo endanlega út um leikinn og í raun viðureignina. Fyrst skoraði Jennifer Hermoso eftir að Börsungar tættu vörn gestanna í sig. WHAT. A. GOAL @Jennihermoso https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/ueQHMtzrZd— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Svo skoraði besta fótboltakona heims – Alexia Putellas - einkar auðvelt mark þegar hún hún slapp í gegnum miðja vörn Barcelona. Alexia Putellas gets in on the act. Barcelona are putting on a show https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/VCxPfsMk6v— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Staðan 4-0 í hálfleik og einvígið svo gott sem búið. Í upphafi síðari hálfleiks var mark dæmt af Börsungum og gestirnir fengu ekki beint líflínu en allavega eitthvað til að taka með heim til Þýskalands þegar Jill Roord skoraði á 73. mínútu leiksins. Jill Roord is the first player to score in the #UWCL on her birthday this season https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/O0PgeUi9o3— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Staðan orðin 4-1 og með einu marki til viðbótar hefði Wolfsburg mögulega getað gert eitthvað á heimavelli. Þær vonir dóu þegar fimm mínútur voru til leiksloka en þá fengu heimakonur vítaspyrnu. Putellas fór á punktinn og það var ekki að spyrja að leikslokum, boltinn endaði í netinu og lokatölur á troðfullum Nývangi 5-1. Sveindís Jane spilaði allan leikinn í liði Wolfsburg. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Fótbolti
Evrópumeistarar Barcelona sýndu mátt sinn og megin er þeir mættu Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum hennar í Wolfsburg í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Staðan var orðin 2-0 eftir aðeins tíu mínútur og lauk leiknum með 5-1 sigri Börsunga. Sveindís Jane var í byrjunarliði Wolfsburg en það var ljóst að liðið þyrfti að eiga sinn besta leik til að eiga roð í besta félagslið heimsins i dag. Það má því segja að um martraðarbyrjun hafi verið að ræða þegar Aitana Bonmati kom Barcelona yfir strax á 3. mínútu leiksins. Fridolina Rolfo átti frábæra sendingu inn fyrir vörn gestanna og Bonmati kláraði færið af mikilli yfirvegun. Barcelona Femeni's first ever goal vs. Wolfsburg is scored by @AitanaBonmati pic.twitter.com/AifZnoFGrW— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Gestirnir fóru úr öskunni í eldinn skömmu síðar en eftir aðeins tíu mínútna leik var staðan orðin 2-0 og verkefni Wolfsburg nær ómögulegt. Hin norska Caroline Graham Hansen með markið eftir frábæran sprett. Það er ekki að ástæðulausu að hún er talin vera kvenkyns (norskur) Lionel Messi. OH WHAT A FINISH BY @CarolineGrahamH AGAINST HER FORMER CLUB https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/Bjsf93AOQi— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Wolfsburg fékk í kjölfarið færi til að minnka muninn og koma lífi í einvígið en allt kom fyrir ekki. Irene Paredes með frábæra tæklingu og Sandra Panos svo með góða markvörslu. This block by Paredes https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/FMQEw6sZ4n— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks gerðu svo endanlega út um leikinn og í raun viðureignina. Fyrst skoraði Jennifer Hermoso eftir að Börsungar tættu vörn gestanna í sig. WHAT. A. GOAL @Jennihermoso https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/ueQHMtzrZd— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Svo skoraði besta fótboltakona heims – Alexia Putellas - einkar auðvelt mark þegar hún hún slapp í gegnum miðja vörn Barcelona. Alexia Putellas gets in on the act. Barcelona are putting on a show https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/VCxPfsMk6v— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Staðan 4-0 í hálfleik og einvígið svo gott sem búið. Í upphafi síðari hálfleiks var mark dæmt af Börsungum og gestirnir fengu ekki beint líflínu en allavega eitthvað til að taka með heim til Þýskalands þegar Jill Roord skoraði á 73. mínútu leiksins. Jill Roord is the first player to score in the #UWCL on her birthday this season https://t.co/f55E1IgpkR https://t.co/iSzTkUvkNi https://t.co/mclc7M9i9J pic.twitter.com/O0PgeUi9o3— DAZN Football (@DAZNFootball) April 22, 2022 Staðan orðin 4-1 og með einu marki til viðbótar hefði Wolfsburg mögulega getað gert eitthvað á heimavelli. Þær vonir dóu þegar fimm mínútur voru til leiksloka en þá fengu heimakonur vítaspyrnu. Putellas fór á punktinn og það var ekki að spyrja að leikslokum, boltinn endaði í netinu og lokatölur á troðfullum Nývangi 5-1. Sveindís Jane spilaði allan leikinn í liði Wolfsburg. Það var þétt setið á Nývangi í kvöld en uppselt var á leikinn.Twitter@DAZNFootball
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti