Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Strokufanginn sem leitað var að í vikunni var handtekinn í sumarbústað rétt utan við borgina ásamt fimm öðrum eftir umfangsmiklar lögregluaðgerðir. Dómsmálaráðherra er sannfærður um að lögregla dragi lærdóm af málinu í kjölfar samfélagsumræðu sem spannst um viðbrögð hennar.

Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Bylgjunnar nú klukkan 12. Þá segjum við frá því að flak flugvélarinnar TF-ABB verður híft upp af botni Þingvallavatns í dag en vélin brotlenti í vatninu í byrjun febrúar. Lögregla er með mikinn viðbúnað á svæðinu en flakið verður fært upp á land í nokkrum skrefum.

Eins verður fjallað um stríðið í Úkraínu en forseti landsins segir líklegt að Rússar undirbúi núi sýndaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða landsins. Bandaríkjamenn boða frekari stuðning við Úkraínu.

Þá verður rætt við fjármálaráðherra um nýafstaðna sölu á Íslandsbanka, en ríkisstjórnin kom í dag saman í fyrsta sinn frá því tilkynnt var að leggja ætti Bankasýslu ríkisins niður. Fjallað verður um stöðuna innan Eflingar en fjölmargir sem misstu starf sitt hjá félaginu hafa leitað til VR um aðstoð, einnig þeir starfsmenn sem eru félagar í Eflingu.

Hádegisfréttirnar eru í beinni útsendingu á Bylgjunni, og í spilaranum hér að ofan, á slaginu 12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×