Lögreglu beri að aðstoða þrátt fyrir hættu á fuglaflensu Bjarki Sigurðsson skrifar 22. apríl 2022 16:31 Brigitte vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brigitte Brugger, dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun, segir að þó það sé ólíklegt, þá sé ekki hægt að útiloka það að fuglaflensan smitist í önnur dýr. „Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það. Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
„Við höfum fengið fjölmargar ábendingar um dauða villta fugla. Við höfum tekið þessar ábendingar til meðferðar og tekið sýni þar sem við töldum þess þörf. Það eru ekki komnar niðurstöður úr þeim og því höfum við ekki fleiri upplýsingar um þau.“ Þekkingin ekki næg Aðspurð segir Brigitte að það sé ekki útilokað fyrir fuglaflensuna að berast til annara dýrategunda. „Staðan og þekkingin í dag er þannig að smithættan fyrir önnur spendýr er lítil. Við getum aldrei útilokað það en með þessum veirum sem eru að ganga um í Evrópu þá eru sterkar vísbendingar um að önnur dýr smitist ekki en það gæti þó gerst,“ segir Brigitte. Nota hlífðarbúnað Vísir greindi frá því í gærkvöldi að vængbrotin súla fengi ekki aðstoð frá lögreglu vegna hættu á fuglaflensusmiti. Brigitte segir að lögreglunni beri að aðstoða fuglinn en sé það ekki hægt ætti að kalla á dýralækni til að aflífa hann. „Við erum búin að upplýsa lögregluna, sveitarfélögin og dýralækna um svona mál. Þegar fuglar eða önnur dýr finnast veik þessa daga, það er náttúrulega alltaf grunur um fuglaflensu þrátt fyrir að við vitum það ekki, þá er rétt að aflífa fuglinn en ekki með skotvopni,“ segir Brigitte en þá gæti vefur eða blóð úr fuglinum skvest út um allt og mengað náttúruna. „Þá er rétt að kalla til dýralækni sem aflífar fuglinn með banvænni sprautu“ Hún vill ítreka við hunda- og kattaeigendur að skyldu gæludýrin koma heim með dauðan fugl, að ekki snerta þá með berum höndum. Nota ætti hlífðarbúnað við það.
Fuglar Dýr Dýraheilbrigði Gæludýr Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira