Hart barist í austurhluta Úkraínu og Mariupol ósigruð Heimir Már Pétursson skrifar 22. apríl 2022 19:21 Íbúar í Chernihiv skoða það sem eftir er af húsi þeirra eftir árásir Rússa í dag. AP/Emilio Morenatt Forseti Úkraínu segir mikilvægt að hraða vopnaflutningum til landsins frá Bandaríkjunum og öðrum ríkjum vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta landsins. Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um sigur í Mariupol sé borgin ekki á þeirra valdi þar sem barist sé á götum úti í miðborgini. Zelenskyy Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjastjórn fyrir aukinn stuðning upp á 800 milljónir dollara sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindi frá í gær. Þeir fjármunir færu allir til vopnakaupa. Mikilvægt væri að hraða vopnasendingum til landsins vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa ætla að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu í austurhéruðunum og innlima þau síðan í Rússland.AP/Efrem Lukatsky „Í suður- og austurhluta landsins heldur innrásarherinn áfram að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta talað um einhverja sigra. Þeir eru að safna liði og flytja árásarherfylki inn í landið okkar," segir Zelenskyy. Þótt Rússar segist hafa náð fullum yfirráðum yfir hafnarborginni Mariupol sem nú er rústir einar segja Zelenskyy og Pavlo Kyrylenko héraðsstjórinn í Donetsk héraði, sem borgin tilheyrir, að það sé af og frá. „Orrustan um Mariupol heldur áfram. Það er ekki bara barist um Azovsta-verksmiðjuna, þar sem er varnarvirki okkar frábæru varnarliða, heldur eru einnig götubardagar í miðborginni og skriðdrekabardagar eiga sér stað," segir héraðsstjórinn. Tölur eru á reiki um hversu margir óbreyttir borgarar eru enn eftir í Mariupol sem sætt hefur stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum Rússa allt frá upphafi stríðsins. Úkraínumenn segja að enn séu um 100 þúsund óbreyttir borgarar í borginni. Reyna átti að koma um fimmtán hundruð manns þaðan í gær en einungis áttatíu manns tókst að komast til borgarinnar Zaporizhzhia í samnefndu nágrannahéraði. Hinn 61 árs gamli Yuriy Lulac var einn þeirra. „Mariupol er hreint helvíti, það er ekki hægt að lýsa því. Rússarnir drepa fólk að ástæðulausu. Ef heimurinn grípur ekki til aðgerða verður þetta eins í Zapoizhzhia. Það verður að gera eitthvað. Eins fljótt og mögulegt er," sagði Lulac. Dmitriy Antipenko, kona hans og tengdafaðir höfðust við í kjallara fjölbýlishúss í Mariupol vikum saman og hættu sér ekki upp á yfirborðið fyrr en dró úr loftárásunum í gær. „Það var bara hola eftir í staðinn fyrir níu hæða byggingu. Allir stigagangarnir voru gereyðilagðir," sagði Antipenko sem vart mátti mæla af sorg. Nancy Pelosi forseti fultrúadeildar Bandaríkjaþings hét Úkraínumönnum enn frekari stuðningi eftir fund með Denys Shmyhal forsætisráðherra landsins í Washington í gær. „Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu stendur utan við siðmenntaða mannlega hegðun. Þetta er hræðilegt," sagði Pelosi lýsti því jafnframt yfir að Bandaríkjaþing muni samþykkja enn frekari aðstoð við Úkraínumenn í næstu viku. Farið var ítarlega yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld: Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Zelenskyy Úkraínuforseti þakkaði Bandaríkjastjórn fyrir aukinn stuðning upp á 800 milljónir dollara sem Joe Biden forseti Bandaríkjanna greindi frá í gær. Þeir fjármunir færu allir til vopnakaupa. Mikilvægt væri að hraða vopnasendingum til landsins vegna aukins þunga í hernaði Rússa í austur- og suðurhluta Úkraínu. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir Rússa ætla að sviðsetja þjóðaratkvæðagreiðslu í austurhéruðunum og innlima þau síðan í Rússland.AP/Efrem Lukatsky „Í suður- og austurhluta landsins heldur innrásarherinn áfram að gera allt sem í hans valdi stendur til að geta talað um einhverja sigra. Þeir eru að safna liði og flytja árásarherfylki inn í landið okkar," segir Zelenskyy. Þótt Rússar segist hafa náð fullum yfirráðum yfir hafnarborginni Mariupol sem nú er rústir einar segja Zelenskyy og Pavlo Kyrylenko héraðsstjórinn í Donetsk héraði, sem borgin tilheyrir, að það sé af og frá. „Orrustan um Mariupol heldur áfram. Það er ekki bara barist um Azovsta-verksmiðjuna, þar sem er varnarvirki okkar frábæru varnarliða, heldur eru einnig götubardagar í miðborginni og skriðdrekabardagar eiga sér stað," segir héraðsstjórinn. Tölur eru á reiki um hversu margir óbreyttir borgarar eru enn eftir í Mariupol sem sætt hefur stöðugum stórskotaliðs-, eldflauga og loftárásum Rússa allt frá upphafi stríðsins. Úkraínumenn segja að enn séu um 100 þúsund óbreyttir borgarar í borginni. Reyna átti að koma um fimmtán hundruð manns þaðan í gær en einungis áttatíu manns tókst að komast til borgarinnar Zaporizhzhia í samnefndu nágrannahéraði. Hinn 61 árs gamli Yuriy Lulac var einn þeirra. „Mariupol er hreint helvíti, það er ekki hægt að lýsa því. Rússarnir drepa fólk að ástæðulausu. Ef heimurinn grípur ekki til aðgerða verður þetta eins í Zapoizhzhia. Það verður að gera eitthvað. Eins fljótt og mögulegt er," sagði Lulac. Dmitriy Antipenko, kona hans og tengdafaðir höfðust við í kjallara fjölbýlishúss í Mariupol vikum saman og hættu sér ekki upp á yfirborðið fyrr en dró úr loftárásunum í gær. „Það var bara hola eftir í staðinn fyrir níu hæða byggingu. Allir stigagangarnir voru gereyðilagðir," sagði Antipenko sem vart mátti mæla af sorg. Nancy Pelosi forseti fultrúadeildar Bandaríkjaþings hét Úkraínumönnum enn frekari stuðningi eftir fund með Denys Shmyhal forsætisráðherra landsins í Washington í gær. „Það sem Rússar eru að gera í Úkraínu stendur utan við siðmenntaða mannlega hegðun. Þetta er hræðilegt," sagði Pelosi lýsti því jafnframt yfir að Bandaríkjaþing muni samþykkja enn frekari aðstoð við Úkraínumenn í næstu viku. Farið var ítarlega yfir stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld:
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tengdar fréttir Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31 Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05 Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59 Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Ragna yfirgefur Alþingi mánuði fyrr en áætlað var Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Fleiri fréttir Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Sjá meira
Milljarður evra til Pútíns á hverjum degi „Við höfum bráðum styrkt Úkraínu um tæplega einn milljarð evra. Þetta kann að hljóma mikið en einn milljarður evra er það sem við greiðum Pútín á hverjum einasta degi fyrir orkuna sem hann útvegar okkur. Frá því að stríðið hófst höfum við greitt honum 35 milljarða evra. Berið þetta saman við þann eina milljarð evra sem við höfum látið Úkraínu fá til þess að festa kaup á vopnum og hergögnum.“ 22. apríl 2022 16:31
Rússar gagnrýna íslensk stjórnvöld fyrir vopnaflutninga Rússneska sendiráðið í Reykjavík hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem lýst er óánægju með að íslensk stjórnvöld taki þátt í að sjá til þess að hergögn berist til Úkraínu og „lengi þar með neyðarástandið í Úkraínu.“ 22. apríl 2022 14:05
Úkraínuforseti segir Rússa undirbúa innlimun tveggja héraða Úkraínuforseti segir líklegt að Rússar séu að undirbúa sýndar þjóðaratkvæðagreiðslu um innlimun tveggja héraða í suðausturhluta Úkraínu og varar íbúana við að veita Rússum persónuupplýsingar. Forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings boðaði enn frekari stuðning við Úkraínu á fundi með forsætisráðherra landsins. 22. apríl 2022 12:59