Segir ráðherra og ríkisstjórn vera að plata almenning Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 12:16 Sigmar Guðmundsson segir ákvarðanatöku sem þessa ekki boðlega hjá æðstu stjórn ríkisins og segir gagnsæi í ákvörðunum ríkisstjórnarinnar lítið. Vísir/Vilhelm Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega fyrir yfirlýsingu sína um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og segir að verið sé að plata almenning. Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“ Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Þetta kemur fram í grein sem birtist á Vísi undir nafninu „Röng yfirlýsing ríkisstjórnar“. Yfirlýsing um að Bankasýsla ríkisins verði lögð niður birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19.apríl en í grein Sigmars skrifar hanns að á þeim tíma hafi ellefu dagar verið liðnir frá síðasta fundi ríkisstjórnarinnar og að þá hafi málefni Bankasýslunnar ekki verið að dagskrá. „Ríkisstjórnin hefði getað ákveðið þetta á reglulegum fundi sínum sama dag og yfirlýsingin var sett á stjórnarráðsvefinn en sá fundur féll niður án skýringa,“ skrifar Sigmar. „Við hljótum að geta verið sammála um að yfirlýsingar frá ráðherrum og ríkisstjórn þurfi að vera réttar. Að almenningur sé ekki plataður eða afvegaleiddur.“ Sigmar segir skýrt sé í reglum um ríkisstjórnarfundi að mikilvæg stjórnarmálefni skuli taka fyrir á fundum og að til þeirra teljist til dæmis „reglugerðir og yfirlýsingar sem taldar eru fela í sér mikilvæga stefnumörkun eða áherslubreytingar eða ef sýnt þykir að reglugerð eða yfirlýsing geti haft áhrif á útgjöld ríkissjóðs umfram fjárheimildir eða á efnahagsmál almennt.“ Alvarleg innanmein og ósætti innan ríkisstjórnarinnar Þá segir Sigmar að mikilvægt hefði verið að ræða þetta mál í ljósi forsögu þess. Hann segir að á ríkisstjórnarfundi hefðu einstaka ráðherrar getað viðrað mögulega andstöðu sína við málið í stað þess að það væri gert í fjölmiðlum þegar allt væri um garð gengið. Sigmar segir erfitt að ná rökrænu samhengi úr yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar vegna alvarlegra innanmeina og ósættis. „Ég hefði þó haldið að það ætti að geta náðst samstaða um að sala á 50 milljarða eign þjóðarinnar sem endaði með þeim ósköpum að leggja þarf niður heila ríkisstofnun, gæti talist mikilvægt stjórnarmálefni. Jafnvel mikilvæg stefnumörkun eða áherslubreyting. Eða bara allt þetta.“ „Þriggja manna óformlegur fundur kemur ekki í stað formlegs ríkisstjórnarfundar. Þessi vinnubrögð ríma illa við orðið „gagnsæi“ sem kemur átta sinnum fyrir í stjórnarsáttmálunum og fjórum sinnum í sjálfri yfirlýsingunni sem birtist á stjórnarráðsvefnum þann 19 apríl.“
Salan á Íslandsbanka Viðreisn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Stjórnsýsla Tengdar fréttir Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00 Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Lögmaður Bankasýslunnar segir bankasöluna hafa verið löglega Þórólfur Heiðar Þorsteinsson, lögmaður Bankasýslu ríkisins, telur ljóst að framkvæmd á sölu á 22,5 prósent hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi verið samkvæmt lögum. Fjármálaráðherra hafi ekki borið að samþykkja hvert og eitt tilboð sem barst. 22. apríl 2022 09:00
Ekki að firra sig ábyrgð með því að leggja Bankasýsluna niður Fjármálaráðherra er ánægður með heildarútkomu útboðsins á Íslandsbanka en viðurkennir að staðan sem nú er komin upp sé engin óskastaða. Hann hafnar því að með ákvörðun um að leggja niður bankasýslu ríkisins sé verið að firra hann sjálfan ábyrgð á söluferlinu. 22. apríl 2022 23:33