Grátbiðja um aðstoð í stálverinu í Maríupól Smári Jökull Jónsson skrifar 23. apríl 2022 15:18 Ástandið í Maríupól er skelfilegt en fólk hefst við í göngum undir stálverinu Azovtal. Vísir/Skjáskot Á myndbandi sem tekið er upp í stálverinu í Maríupól, sem rússneskar hersveitir hafa setið um síðustu daga, grátbiður fólk um aðstoð og segir krafta þess brátt á þrotum. Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Myndbandið birtist á Youtube og þar er talað við konur sem hafast við í verinu. Þær segja fimmtán börn vera í göngum undir stálverinu, allt frá ungabörnum til unglinga. Þau eru þar innilokuð ásamt fjölskyldum sínum, öðrum óbreyttum borgurum sem og starfsmönnum versins. Matur og vatn er næstum á þrotum og fólk á barmi hungurs. Hún segir þær birgðir sem fólk tók með sér vera að klárast. „Barnið mitt þarf að komast héðan á friðsamlegt svæði og aðrir sömuleiðis. Við biðjum fyrir öryggi barnanna okkar. Við höfum áhyggjur af börnunum sem og þeim eldri sem þurfa læknishjálp. Það líður ekki dagur án sprengjuárása og fólk er hrætt við að fara á klósettið,“ segir konan í myndbandinu. Myndbandið var tekið upp á fimmtudag og þar má sjá börn lita í litabók. Ungur drengur segir að hann þrái að sjá sólarljósið aftur og anda að sér fersku lofti eftir að hafa verið lokaður inni vikum saman í þessari dýflissu. Þá er einnig rætt við konu sem segist hafa verið innilokuð síðan 25.febrúar, frá öðrum degi innrásar Rússa í Úkraínu. Aðrir segjast hafa leitað skjóls í verinu í byrjun mars þegar Rússar réðust að íbúðarhverfum borgarinnar. Á fimmtudag lýsti Vladimír Pútín yfir sigri í Maríupól og sagði borgina fallna. Hann sagði að hersveitir Rússa í borginni myndu ekki reyna að ráðast inn í stálverið en sprengjuárásir Rússa hafa hins vegar haldið áfram.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira