Hún segir að borgarstjóri hafi fullyrt að börnum hafi verið boðið leikskólarými í leikskólum sem væru ekki til. Því næst hafi hann notfært sér börnin í Laugardal sem peð í tafli um þjóðarleikvang.
Hildur segir Dag hafa boðað byltingu í almenningssamgöngum en þess í stað skert fjárframlög til Strætó. Þá hafi hann notað „bókhaldsbrellur og loftpeninga“ til að fegra ársreikninga.
„Sjónhverfingamaðurinn Dagur þarf að komast í langt frí. Í hans valdatíð hefur rekstur borgarinnar orðið ósjálfbær og grunnþjónustan versnað – enda bætir maður ekki þjónustu með bókhaldsbrellum og loftinu einu saman,“ segir Hildur í færslunni.