„Úrslit kvöldsins eru í sjálfu sér frábær sigur fyrir okkur,“ sagði Le Pen við kjósendur sína áður en hún viðurkenndi ósigur. „Til að forðast einokun valdsins þá skuldbind ég mig Frakklandi og franska fólkinu,“ sagði Le Pen og gaf í skyn að hún væri alls ekki búin að gefast upp í stjórnmálum.
Macron bað fylgjendur sína að sýna öllum landsmönnum virðingu til að vinna að betra samfélagi og réttlæti milli karla og kvenna. „Ég er forseti allra,“ sagði hann í ávarpi sínu við Eifell-turninn.
Hann endaði ræðu sína á því að segjast vera stoltur að fá að leiða frönsku þjóðina áfram.