Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2022 20:59 Kristrún segir Bjarna taka heiður fyrir sjálfsagða hluti. Vísir Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún. Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Hann sagðist vera stoltur af því hvernig hann hafi „tekið til“ í ríkisfjármálum og losað þjóðina undan höftum. Þá sé hann stoltur að hafa skráð bankann á markað í miðjum heimsfaraldri og að virði bankans hafi hækkað um hundrað milljarða í kjölfarið. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir málflutning Bjarna í grein sem birtist á Vísi í kvöld. Hún gerði tíu athugasemdir við málflutning fjármálaráðherra. Bjarni sagði í viðtalinu að það væri dapurlegt að hlusta á margt sem sagt er um söluna, til dæmis þegar rætt er um hersu margir hafi selt hlut sinn beint eftir útboðið. Hann vill meina að það sé alrangt og hafi nú þegar verið leiðrétt. „Nei, það hefur ekki verið leiðrétt og alls ekki staðfest að sé alrangt. Það sem hefur gerst er að Bankasýslan ákvað að gefa út takmarkaðar upplýsingar um kaupendur eins og staðan var nokkrum vikum eftir útboð – nota bene, hér er ríkisstofnun að sjálfvelja ákveðnar upplýsingar eftir hentisemi,“ segir Kristrún. Heiðurinn sé ekki hans „Það er ekki hægt að klappa sér á bakið fyrir það eitt að ná að selja 50 milljarða króna eign. Það er hægt að selja svona eign fyrir gott verð án þess að skandalar fylgi. Það var augljóst í útboðinu að það var næg eftirspurn, meðal annars hjá risastórum stofnanafjárfestum sem hafa mikið traust hér á landi og erlendis. Athugasemdirnar snúa að því hvernig salan fór fram,“ segir Kristrún. „Fjármálaráðherra getur ekki varið sig með því að segja að verðið hafi verið fínt og þá skipti engu máli þó möguleg spilling sé til staðar,“ segir Kristrún og heldur því fram að Bjarni sé að færa línuna sem segir hvað má og hvað má ekki. „Það að ráðherra í ríkisstjórn Íslands orði hlutina með þessum hætti er mjög alvarlegt.“ Bankinn var ekki frír Hún segir að Bjarni tali um að ríkissjóður hafi fengið Íslandsbanka frítt. „[Bjarni] virðist hafa gleymt því að hér borgaði ríkið t.d. um 15% af vergri landsframleiðslu beint til Seðlabankans vegna falls bankanna á sínum tíma. Og þetta er bara hluti af kostnaðinum.“ Segir framsetninguna dæma sig sjálfa Kristrún segir að traust á fjármálakerfinu hafi dvínað eftir söluna, þvert á móti því sem Bjarni heldur fram. „Fjármálaráðherra segir að traust á fjármálakerfinu hafi ekki beðið hnekki. Vill að fólk skoði bara 50 milljarða króna tölu og sjái skóginn fyrir trjánum. Það að fjármálaráðherra hafi ekki áhyggjur af því að í útboði á ríkiseign hafi söluaðilar mögulega „tippað“ einhverja fjárfesta fyrir fram um söluna, innherjar hafi keypt og þeir sem sjálfir séu nálægt sölunni, og skammtímafjárfestar, er mjög alvarlegt. Þessi framsetning hjá nánasta samstarfsmanni forsætisráðherra, sem hún hefur ítrekað varið, dæmir sig sjálf.“ „Þá talar fjármálaráðherra um að hann sé svo ánægður með að Fjármálaeftirlitið hafi sýnt frumkvæði í þessu máli að rannsaka það. Það sé traustvekjandi. Aftur. Áttar fjármálaráðherra sig ekki á því að þegar farið er í svona stóra sölu, 50 milljarða króna, þá er í raun sjálfgefið að FME skoði söluna?“ Ekki nauðsynleg hliðarspilling Bjarni sagði í viðtalinu að salan muni gera ríkissjóði kleift að ráðast í innviðafjárfestingar og hjálpa ríkinu að vera aflögufært. „Að senda þau skilaboð að svona hliðarspilling eða vandamál sé hálfpartinn nauðsynleg til að fá pening inn í kassann er ekki í lagi. Í öðru lagi er hvergi hægt að finna þessi vilyrði hans í nýútkominni fjármálaáætlun,“ segir Kristrún.
Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Salan á Íslandsbanka Tengdar fréttir Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30 „Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28 Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30 Mest lesið Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Innlent Leitað að manni með öxi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Erlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynnir fjárlög næsta árs Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Sjá meira
Sprengisandur: Innrás Rússa, fjármálaráðherra um Íslandsbanka, orkuskipti og menntamál Margt verður rætt í þjóðmálaþættinum Sprengisandi í dag en þátturinn verður á Bylgjunni klukkan tíu. Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi mun ræða við Rósu Magnúsdóttur, prófessor í sagnfræði og sérfræðing í málefnum Rússlands, um innrásina í Úkraínu. 24. apríl 2022 09:30
„Það er verið að ræna þjóðareign“ Í dag fóru fram fjölmenn mótmæli á Austurvelli vegna sölu ríkisins á Íslandsbanka. Mun fleiri mættu á þessi mótmæli en hin tvö sem hafa farið fram síðustu laugardaga. Veðurblíðan á landinu gæti hafa spilað inn í fjölgunina. 23. apríl 2022 20:28
Fjármálaráðherra vísar alfarið á bug að hafa brotið lög Fyrrverandi fjármálaráðherra telur að fjármálaráðherra hafi brotið lög við söluna á Íslandsbanka. Hann þurfi að víkja, salan sýni spillingu og einkavinavæðingu. Fjármálaráðherra vísar þessu algjörlega á bug og ætlar hvergi að víkja. 20. apríl 2022 13:30