„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 11:55 Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir verra að eiga þinglega umræðu um söluna á Íslandsbanka í dag án þeirra upplýsinga sem hefðu átt að koma fram í máli Bankasýslu ríkisins á opnum fundi fjárlaganefndar í dag. Bankasýslan bað um tveggja daga frest. Vísir/Einar Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. „Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu. Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Auðvitað skiptir máli að hafa það í huga að ábyrgðin á þessu ferli liggur ekki bara hjá bankasýslunni en það liggur auðvitað fyrir að þessi framkoma núna eykur ekki trúverðugleika þessa ferlis,“ segir Kristrún í samtali við fréttastofu. Forstjóri Bankasýslu ríkisins vildi ekki veita fréttastofu viðtal þegar eftir því var óskað en fram hefur komið að Bankasýslan vinni að svörum við tugum spurninga frá fjárlaganefnd. „Þetta eru algerlega óásættanleg vinnubrögð. Þessi fundur var boðaður vel fyrir páska. Þessar spurningar voru sendar fyrir um þremur vikum síðan. Þetta mál hefur verið til umfjöllunar í samfélaginu og á Alþingi síðan þá, og Bankasýslan hefur bara ekki verið að sinna starfi sínu í millitíðinni,“ segir Kristrún. Til stendur að Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra flytji munnlega skýrslu um bankasöluna á Alþingi í dag. Það segir Kristrún að sé óheppilegt í ljósi þess að mikilvægar upplýsingar hefðu komið fram í minnisblaðinu sem hefði átt að kynna í morgun. „Eftir þessa munnlegu skýrslu síðar í dag verður ekki formleg umræða um Íslandsbankasöluna, nema þá að stjórnarandstaðan ákveði að taka þetta upp í störfum þingsins eða fundarstjórn. Og það er mjög slæmt fyrir þinglega umræðu að þessar upplýsingar hafi ekki komið á undan umræðunni um munnlegu skýrsluna í dag,“ segir Kristrún. Ferlið gekk ekki sem skyldi Stjórnarþingmenn hafa lýst miklum vonbrigðum með frest Bankasýslunnar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, vísar því þó á bug í samtali við fréttastofu að reynt sé með því að gagnrýna Bankasýsluna að varpa ábyrgðinni af ríkisstjórninni. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar.Vísir/Vilhelm „Ég vísa því algerlega á bug. Það er þetta framkvæmdarferli sem við höfum verið að gagnrýna og viljum fá svör við. Við teljum það sýnt miðað við þær upplýsingar sem við höfum að það hafi ekki gengið sem skyldi. Því vörpum við fram þessum spurningum, til að fá þessi svör,“ segir Bjarkey. Tíminn sem Bankasýslan taki sér sé sannarlega of langur og það tefur eftirlitshlutverk Alþingis, að sögn Bjarkeyjar. „Mér finnst það eiginlega algerlega ótækt að biðja um frest með svona litlum fyrirvara þar sem ég tel nú að stærstur hluti þeirra spurninga sem við lögðum fyrir bankasýsluna hefði átt að liggja fyrir við útboðið sjálft,“ segir Bjarkey. Bryndís Haraldsdóttir, nefndarmaður í fjárlaganefnd og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir í Morgunblaðinu miður að minnisblaðinu hafi ekki verið skilað í tæka tíð og segist hún mjög hissa á framgöngu Bankasýslunnar sem sé óásættanleg með öllu.
Íslenskir bankar Salan á Íslandsbanka Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfylkingin Tengdar fréttir Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37 Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Opnum fundi fjárlaganefndar um bankasöluna frestað á síðustu stundu Opnum fundi fjárlaganefndar Alþingis sem halda átti í dag hefur verið frestað. Á fundinum stóð til að ræða hina umdeildu sölu ríkisins á hlutum í Íslandsbanka og höfðu fulltrúar Bankasýslu ríkisins verið kallaðir fyrir nefndina. 25. apríl 2022 07:37
Gerir athugasemdir við málflutning Bjarna Bjarni Benediktsson var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og ræddi þar sölu ríkisins á Íslandsbanka. Bjarni gagnrýndi stjórnarandstöðuna og sagði að öllum markmiðum sölunnar hafi verið náð. 24. apríl 2022 20:59
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent