Meira en helmingur treystir Bjarna mjög lítið Snorri Másson skrifar 25. apríl 2022 20:00 Ný könnun Maskínu leiðir í ljós mjög laskað traust formanna ríkisstjórnarflokkanna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sjaldan eða aldrei mælst með eins lítið traust. 34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2 Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
34,4% segjast treysta Katrínu frekar eða mjög lítið, mun fleiri en í nóvember 2021, þegar þau voru 18,7%, um það leyti sem sitjandi ríkisstjórn var mynduð. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sagst bera fullt traust til hvort tveggja Bjarna Benediktssonar og Sigurðar Inga Jóhannssonar.Vísir/Vilhelm Undangengin er umdeild bankasala, sem 83,5% landsmanna eru sagðir óánægðir með, og mikil umræða um rasísk ummæli Sigurðar Inga. Traust til allra ráðherra nema Jóns Gunnarsson hefur dregist saman. 70% treysta Bjarna ekki Í nóvember 2021 naut Bjarni Benediktsson minnsts trausts á meðal formannanna; aðeins 37 prósent báru mikið traust til hans en 44 prósent lítið traust. Nú segjast rúm 70 prósent bera lítið traust til Bjarna Benediktssonar, þar af 58% mjög lítið traust. Aðeins 18% kveðast bera mikið traust til Bjarna. Sigurður Ingi var einhvers staðar í miðjunni í nóvember 2021; 54 prósent báru mikið traust til hans en um 18% lítið. Sigurður er sá sem mest högg hefur tekið; nú segjast um 39% bera lítið traust til innviðaráðherrans og aðeins 32,5% mikið. Miklar breytingar eru á trausti til formannanna.Maskína/Stöð 2 Allir ráðherra glata trausti nema Jón Það eru þannig formenn stjórnarflokkanna sem hafa misst mest traust en á eftir þeim koma Ásmundur Einar Daðason, Lilja Alfreðsdóttir og Willum Þór Þórsson. Að öðru leyti er meira og minna litlar breytingar að sjá á trausti til flestra ráðherra. Minnstar breytingar eru á trausti til Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra, sem hefur jafnan mælst með minnst traust á meðal ráðherra. Hann er sá eini sem stendur í stað á milli kannana; 18% bera mikið traust til Jóns, en Bjarni Benediktsson er kominn á sama stað og hann. Allir ráðherrar nema Jón Gunnarsson njóta minna trausts nú en við myndun stjórnarinnar.Maskína/Stöð 2
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Salan á Íslandsbanka Skoðanakannanir Tengdar fréttir Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32 „Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Einkavæðingin „stórkostlegt tækifæri“ Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut. 25. apríl 2022 14:32
„Algerlega óásættanleg vinnubrögð“ Kristrún Frostadóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd Alþingis, sat fund nefndarinnar í morgun, þar sem til stóð að Bankasýsla ríkisins sæti fyrir svörum um söluna á Íslandsbanka. Svo fór þó ekki, enda bað bankasýslan í gær um tveggja daga frest þar sem minnisblað væri stofnunarinnar ekki tilbúið. 25. apríl 2022 11:55