Giacomo Raspadori kom heimamönnum yfir á 39. mínútu og héldu Sassuolo að þeir færu með forystuna inn í hálfleikin en það reyndist ekki raunin. Paulo Dybala jafnaði metin á lokamínútu fyrri hálfleiks og allt í járnum er liðin gengu til búningsherbergja.
Á 67. mínútu kom Moise Kean inn af bekk gestanna og hann reyndist hetja Juventus. Hann skoraði það sem reyndist sigurmarkið á 88. mínútu og lokatölur 2-1 Juventus í vil.
Moise Kean was to win it for Juve in the 88th minute pic.twitter.com/TalCbjisTZ
— B/R Football (@brfootball) April 25, 2022
Sigurinn þýðir að Juventus er nú með 66 stig í 4. sæti, stigi minna en Napoli í 3. sæti deildarinnar.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.